Ég er konungur Ísraels, leiðtogi gyðinga.

Það er með ólíkindum hvað maður getur dreymt mikla vitleysu.

Í nótt dreymdi mig að ég var niðri í bæ og hitti þar Jóhannes Nordal og Jón Sigurðsson fyrrverandi Þjóðhagstofustjóra og gef mig á tal við þá. Þeir byrja að ræða um að ríkisstjórnin ætli að auka kaupmátt ungs fólks um 100% og úr verður að þeir biðja mig um að kíkja á ritgerð eftir Benjamín H. J. Eiríksson og meta hvort að þetta sé mögulegt. Þeir rétta mér síðan geitarskinn sem Benjamín hafði skrifað ritgerð sína á. Þeir kvöddu mig með því að þetta væri ómetanleg þjóðargersemi og ég yrða að passa upp á skinnið.

Síðan held ég á braut og ekki líður á löngu áður en missi skinnið í drullupoll og þarna hefst martöðin fyrir alvöru. Við þetta verður ritgerðin bara að einni klessu á geitarskinninu nema það hvað efst á skinninu stendur „Ég er konungur Ísraels, leiðtogi gyðinga“. Þarna er ég svo sannarlega komin í vond mál, en sem betur fer vakna ég fljótlega.

En hvað veldur því að maður dreymir svona vitleysu, ég sem svaf svona ljómandi vel. En oftast man ég ekki það sem mig dreymir þó að það komi nú fyrir. Jón Sig þekkti ég ágætlega og ber mikla virðingu fyrir honum en því miður var hann einn af þeim sem settur var til hliðar í hruninu, illu heilli. Hann hefði getað gefið vinstri stjórninni sem við tók eftir hrun mörg góð ráð.

Jóhannes Nordal fyrrverandi Seðlabankastjóri kemur ætíð upp í hugann þegar ég sé innanríkisráðherra Ólöfu Nordal sem er dóttir hann og er afskaplega lík honum.

Benjamín kemur ætíð upp í hugann þegar ég sé Bryndísi Schram, en hún tók ógleymanlegt viðtal við hann sem var sýnt í sjónvarpinu þar sem hann sýndi hversu góður hagfræðingur hann var og síðan komu óskiljanlegar yfirlýsingar inn á milli að hann væri konungur Ísrael leiðtogi gyðinga.

Það er mér síðan alveg hulin ráðgát hvernig þessir aðilar fléttast inn í drauma mína og enda sem martröð þar sem ég missi þjóðargersemi ofan í drullupoll. En er þetta ekki í líkingu við annað? Á hverjum degi erum við að upplifa hverja dómsdagsvitleysuna á fætur annarri. Og þessi draumur eða martröð er ekkert verri en margt sem við upplifum þessi misserin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband