Færsluflokkur: Íþróttir
19.9.2010 | 14:43
Til hamingju Þórsarar.
Ég held að keppni í 1. deild Íslandsmótsins hafa aldrei verið jafn skemmtileg og í sumar. Ennfremur er ljóst að liðin er leika betur en síðustu ár, það á einnig við í efstu deild. Mikið af kornungum og stórefnilegum leikmönnum eru að koma fram á sviðið. Þetta skiptir mál þar sem stuðningsmenn vilja fá skemmtun þegar þeir mæta á völlinn.
Ég fór á leik Leiknis og Fjölnis í gær með þá von í brósti að Leiknir kæmist upp í efstu deild. Ég Fjölnismaðurinn get ekki séð betur en að það væri mikilvægt fyrir Breiðholtið að fá lið í efstu deild. En auðvitað verða öll lið að leggja sig fram eftir bestu getu og Fjölnisliðið var það gott að Leiknir átti varla möguleika á að ná stigi í leiknum. Inn í þetta blandaðist eitthvað að nokkrir leikmenn Fjölnis áttu harma að hefna frá 2006 þegar Leiknismenn lögðu sig extra fram við að koma í veg fyrir að Fjölnir kæmist í þá stöðu að komast upp í efstu deild.
Það er þó huggun að Þór frá Akureyri komst upp í efstu deild. Það er mikilvægt að Akureyri eigi fulltrúa í efstu deild. Það væri draumastaða ef allir landshlutar ættu þar fulltrúa og svo stóru úthverfin í Reykjavík. Í stuttu máli er það ÍA fyrir vesturland, Þór fyrir norðurland, eitt lið frá Austfjörðum, Selfoss fyrir suðurland og Keflavík eða Grindavík fyrir Reykjanes og svo sjö lið af höfuðboragrsvæðinu. FH frá Hafnarfirði, Breiðablik úr Kópavogi. Stjarnan úr Garðabæ. KR auðvitað sem svona kjarnalið með sterkar hefðir og ótúlega öfluga stuðningsmenn: Tvö miðbærjarlið sem koma fram fyrir hönd Fram, Val, Víkings og Þróttar og svo stóru úthverfin þrjú, Fjölnir úr Grafarvogi, Fylkir úr Árbær og og Leiknir eða ÍR úr Breiðholti.
Í efstu tveimur deildunum eru liðin að mestu hætt að manna þau með útlendingum og er það af hinu góða, en þó eru það ÍBV og Valur sem eru að reyna þetta. Hjá ÍBV hefur þetta heppnast en ekki hjá Val. Ef ég fengi að ráða þá væri það undantekning ef liðin væru að nota útlendinga. Það er betra að vera ekkert að tefla fram liði, en að fylla þau af misjafnlega lélegum útlendingum sem skilja ekkert eftir.
Eftir að hafa fylgst ágætlega með 1. deildinni í sumar sýnist mér að Fjölnir, Víkingur og Þór séu með sterkustu liðin. Leiknir stendur þeim aðeins að baki. Víkingur og Þór fara í efstu deild. Fjarðabyggð og Njarðvík falla. Ég held að það sé sanngjörn niðurstaða. Víkingur Ólafsvík og BÍ/Bolungarvík verða á næsta ári í 1. deild.
Hjá Fjölni virðist framtíðin vera björt. Árlega koma ágætir leikmenn upp úr yngriflokkastarfi sem endar eflaust með því að Fjölnir verður með gott lið í efstu deild sem að mestu verður byggt upp á uppöldum drengjum úr félaginu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)