Have you left no sense of decency?"

Joseph Welch lét eftirfarandi orð falla þegar honum ofbauð málflutningur  Josephs McCarthys þegar kommúninstaofsóknirnar í Bandaríkjunum stóðu sem hæst og urðu að lokum til þess að fella McCarthy sem hafði verið leiðandi í því ofsóknaræði sem gekk yfir landið á árunum 1953-1955."Let us not assassinate this lad further, Senator.... You've done enough. Have you no sense of decency, sir, at long last? Have you left no sense of decency?"

 

Sagan endurtekur sig aftur og aftur og á Íslandi í dag er það orðið sérstök dyggð stjórnmálamanna og fréttamanna,  sérstaklega þeirra sem skýla sér á bak við nafnleynd á bloggsíðum að vega að andstæðingum sínum á svipaðan hátt og McCarthy byggði sinn málfluting á. Ráðast á andstæðinga með rógi og illmælgi og gamla baráttuaðferðin „let them deny“ er í heiðri höfð. Mér finnst eins og aumingjarnir hafi tekið völdin á Íslandi þannig að það hefur farið fram einhvers konar Aumingjabylting.

Sérstaklega hefur Fuglahvíslið á AMX beitt aðferðafræði McCardys og fleiri óþokka af af stakri snilld. Og það eru fleiri sem gefa þeim ekkert eftir þó að þeir komi fram undir nafni og telja fólki trú um að þeir séu fulltrúar réttlætis og heiðarleika.  DV hefur einstakt lag á að búa til uppsláttarfréttir sem oftar en ekki eru byggðar á veikum grunni.

Foringar þessarar eyðingarafla eru áberandi í samfélaginu, þeir eru á Alþingi, þeir eru í fjölmiðlum, þeir eru í ríkisstjórn og þeir halda sig bloggheimum.  Þeir næra örvæntingarfullt fólk, sjúklinga, aumingja og gjaldþrota fólk af alls lags fullyrðingum um óheiðarleika stjórnvalda og fyrirmenna í atvinnulífi.

Nú á miðju ári 2010 hafa eyðingaröflin með aumingja að hætti McCarthy‘s í fararbroddi náð völdum í landinu knúin áfram af efni  galinnar skýrslu sem Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði af sér í vor. Í skýrslunni vondu er allt dregið fram á sem neikvæðastan hátt og allir sem koma við sögu er gerðir að glæpamönnum.  Síðan kemur sérstök siðferðiskýrsla sem úrskurðar, að allt sem okkur þótti aðdáunarvert og gott skuli vera glæpsamlegt og vont. 

Það sem er sameiginlegt með kínverku Menningarbyltingunni og íslensku Aumingjabyltingunni er að það eru afskaplega fáir sem voga sér að standa upp og mótmæla því sem er að gerast. Varðliðar byltingarinnar, aumingjarnir og sjúklingarnir sá til þess að sérhver sá sem reynir að andæfa, fær yfir sig vaðal að fúkyrðum og óhróðri. Þannig má segja að skynsemi þjóðarinnar sé haldið í gíslingu aumingjanna. 

Have you left no sense of decency?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband