10.6.2010 | 14:57
Er það frasi að hjól atvinnulífsins þurfi að snúast?
Fyrir tæpum fimma áratugum hófst svokölluð Menningarbylting í Kína. Hún var liður í valdabaráttu sem stöðugt átti sér stað í gömlu kommúnistaríkjunum og Kína var þar engin undantekning. Byltingin var einhvers konar skrílsháttur þar sem börnum og unglingum var stýrt af eiginkonu Maó gamla og hennar klíku til að berja á forfeðrum sínum og öllu sem þótti gamalt og þjóðlegt. Þessi bylting endaði með ösköpum, allt framleiðsluferli landsins var stórlaskað sem síðan leiddi af sér mikla hungursneyð í landinu.
Á Íslandi í dag er í gangi bylting auðnuleysingjanna. Auðnuleysingjarnir sem gjarna telja sig tilheyra Nýja Íslandi hafa tekið völdin og ráðast gegn öllum þeim gildum og verðmætum sem þjóðin í Gamla Íslandi hafði skapað og tileinkað sér á áratugum. Allt niðurbrot er réttlætt sem nauðsynleg endurbót vegna efnahagshrunsins sem kristallaðist í hruni bankanna í október árið 2008.
Stórbrotnasta birtingarmynd þessa er að Auðnuleysingjunum finnst það vera frasi að hjól atvinnulífsins þurfi að snúast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.