11.6.2010 | 10:12
Lox sigraði KR
Ég er ekki vanur að fagna þegar KR sigrar í kappleikjum. En í gær var mér nokkuð létt þegar ég sá að KR hafði sigrað flott lið Fram 3-2 á Laugardalvellinum. Ég mat stöðuna fyrirfram svo að Fram væri með betra lið og það væru meiri líkur en minni að þeir ættu sigurinn vísan. Þá hefði hinn ágæti þjálfari Logi Ólafsson sennileg misst jobbið, sem mér hefði þótt frekar sorglegt. KR-ingar hafa alltaf búið við það að dómarar hafa verið þeim frekar hliðhollir, sérstaklega á KR-vellinum. Sumir dómarar fara á taugum þegar þeir mæta á KR-völlinn, en það hefur ekki gerst í sumar og mitt mat er að dómarar hafi haft af KR nokkur stig.
Þeir sem þekkja til íslenskrar knattspyrnu vita það að bak við KR er gríðarlegt afl. Þegar KR gegnur vel magnast það upp og styrkjir um leið allt umhverfið. Það mæta fleiri á völlinn og það verður einhvern veginn meiri umfjöllum um íslenska knattspyrnu. Þess vegna þarf árangur þeirra að vera viðundandi, en kanski ekkert umfram það.
Í upphafi móts var nánast gegnið út frá því að KR ætti Íslandsmeistaratiltilinn vísan. Eftir að hafa horft á nokkra leiki hjá þeim hafa það sennilega verið óraunhæfar væntingar, liðið er ekki nógu kröftugt og dómararnir hafa ekki staðið við bakið á þeim. En þetta stendur sennilega allt til bóta og KR endar sennilega í eftri hluta Pepsídeildarinnar.
kv
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.