Pönkast á fréttum

Það er öllum ljóst að blaðaútgáfa er erfiður bisness  og því þurfa menn að sýna ráðdeild og útsjónarsemi.  Fréttir gærdagsins eru venljulega lítil söluvara en á DV eru greinilega útsjónarsamir starfsmenn sem kunna að endurnýta fréttir.  Hrunið er DV eilíf uppspretta uppsláttarfrétta og  þar á bæ hafa menn náð þeirri færni að ná að jafnaði þremur forsíðum með stríðsfréttaletri þar sem fjallað er um sömu hrun-fréttina.  Á DV er það sennilega kallað að pönksta þrisvar sinnum á sömu fréttinni.

Aðeins einn fjölmiðill,  ef fjölmiðil skal kalla, gerir betur en DV. Það er Fuglahvíslið á AMX sem endurtekur sömu níðgreinarnar aftur og aftur og aftur. Endalaust skal pönkast á Agli Helgasyni, Þorvaldi Gylfasyni og Ólafi Arnarssyni.  Það má alveg pönkast á þeim mín vegna en þetta verður svolítið þreytandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

... og það endar á því að maður fer að hugsa sér að koma til varnar þeim Agli, Þorvaldi og Ólafi

Flosi Kristjánsson, 16.6.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband