24.6.2010 | 14:25
Er Jóhanna og ríkistjórnin galin?
Jóhanna var að tilkynna að ríkisstjórnin ætlaði ekki að gera neinar ráðstafanir vegna galins dóms Hæstaréttar. Segir hún efnahagsleg áhrif vegna dómsins enn óljós.
Hvað er að þessu liði? Það þarf engan sérfræðing til að sjá að niðurstaðan af þessum dómi er grafalvarleg og getur auðveldlega riðið fjármálakerfinu og samfélginu að fullu.
Það er einnig nauðsynlegt að setja dómara Hæstarrétta í endurhæfingu. Hæstiréttur er skipaður öldungum sem eflaust kunna lögin utan að en átta sig ekki á að það gengur ekki að þeir séu bókstafstrúarfólk. Öldungarnir í hæstarétti verða að skynja samfélagið.
Kv
Athugasemdir
Nú er ég hræddur um að eitthva sé frekar að í höfðinu á þér Jón minn. Hæstiréttur dæmir auðvitað eftir lögunum og gerði það með sóma í þessu tilviki,. Því ber að hlíta!
Dómurum ber ekki að dæma eftir skoðunum ráðherra og þeirra sem meira mega sín í þjóðfélaginu. Punktur.
Vonandi stendur Jóhanna nú í lappirnar gegn hinum afglöpunum, Gylfa Og Má sem eru undirlægjur fjármagnsins gegn fólkinu!
Kristján H Theódórsson, 24.6.2010 kl. 14:55
Sæll Kristján, takk fyrir að senda mér athugasemd.
Það er ómögulegt að Hæstiréttur úrskurði þannig að enginn viti hverning framhaldið á að vera. Ég hefði skilið málið ef HR hefði á einhvern skilað áliti um það hverning framhaldið ætti að vera.
kv Jón Þorbjörnsson
Jón Þorbjörnsson, 24.6.2010 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.