25.8.2010 | 15:40
Ofboðslega er þetta Biskupsmál leiðinlegt.
Fyrir 15 árum ásaka nokkar konum þáverandi Biskup um misnotkun. Nú er þetta mál tekið upp að nýju og biskupsdóttir kemur fram og segir að karl faðir hennar hafi misnotað hana. Þetta mál er keyrt áfram í fjölmiðlum og að sjálfsögðu dúkkar upp fólk sem þarf að baða sig í sviðljósinu. Ef ekki með góðum málstað, þá með illum.
Núverandi Biskup er í vandræðum og taldi að hægt væri að leysa málið með því að vísa til þess að öllum þurfum við að standa skil gerða okkar fyrir Skaparanum. Misjafnlega leiðinlegt fólk er að tjá sig um þetta í öllum þeim fjölmiðlum sem hugsast getur. Ráðþrota Biskupinn skipar síðan sannleiksnefnd sem skila einhverju áliti eftir tvö ár og þá byrja þessi leiðindi aftur.
Suður í Róm situr gamall karl í kjól og væntanlega í engum nærbuxum. Í kringum hann hefur hann hirð af hommum sem gæta hans, því væntanlega er hann fulltrúi Guðs á jörðu. Gamli maðurinn er leiðtogi kaþólsku kirkjunnar sem enn þann dag í dag fordæmir notkun smokks. Hjörðin hans er fólk sem er gift Guði og má því ekki hafa kynferðislegt samband við nokkurn mann. Karlmenn í þessum söfnuði meiga ekki finna skítalykt þá virðast þeir allir lifna við og eru allmörg dæmi um kynferðislega misnotkun á öllu því sem hreyfist í kringum þá.
Mér finnst það óskiljanlegt að á árinu 2010 skuli þessi stofnun Kirkjan ennþá vera til í þeirri mynd sem hún er í. Stofnun sem gerir ekkert gagn, starfsmenn hennar hafa menntað sig í þúsund ára gömlum fræðum. Hvaða tilgangi þjónar þessi söfnuður. Skíra, ferma, gifta og jarða. Þurfum við einhverja Preláta til að sjá um þetta fyrir okkur. Er ekki hægt að finna skemmtilegri umgjörð um þessar athafnir?
Er það ekki óendanlega vitlaust að halda úti þessari arfavitlausu starfsemi sem Kirkjan stendur fyrir.
Aðstoðaprestur, Prestur, Vigslubiskup, Biskup og fleira og fleira. Þetta er nú meira bullið. Í þokkabót kostar þetta samfélagið stórfé.
Getum við ekki losað okkur við þetta pakk?
Athugasemdir
Kirkjan er og verður til svo lengi sem börn eru sett í heilaþvott innan hennar... án skipulagðs heilaþvottar á börnum þá verða bara útkjálkahópar eins og krossinn,omega og aðrir hopp og skopp söfnuðir til staðar...
Þess vegna stendur í biblíu; Leyfir börnunum að koma til mín... þeir voru snargeggjaðir sem skrifuðu biblíu... en gerðu sér samt grein fyrir því að börnin eru lykilinn að framtíðinni og tilvistar kirkna.... Hvað ungur nemur, gamall temur og allt það
doctore (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.