Vandræði Jóhönnu

Forsætisráðherran okkar hún Jóhanna Sigurðardóttir er eins og leikskólakennari sem börnin á leikskólanum eru löngu hætt að hlíða. Nú hefur hún ákveðið að gera lokatilraun til að láta þau hlíða sér. Ögmundur verður aftur gerður að ráðherra. Jóhanna veit hann er leiðtogi óþægu barnanna og með þvi að gera hann ábyrgan leiðtoga eru meiri líkur á að hann pissi út úr tjaldinu í stað þess að pissa inn í það eins og hann hefur gert undanfarið.

Ögmundur er að því er ég held hugsjónamaður greindur og góður maður. En ég held að það væri hepplegra fyrir þjóðina að hann stofnaði sinn eiginn flokk. Stefnumál flokksins yrðu eflaust göfug og góð þar sem einlægur vilji væri til að hjálpa lítilmagnanum. En eðli flokksins yrðir að færa allt samfélagið aftur til fortíðar. Þetta samsvarar sig við stefnuskrár gömlu kommúnistaflokkanna. Banna allt sem okkur finnst göfugt og gott en hampa því sem okkur finnst vont.

Það er ávinningur að fá Guðbjart Hannesson í ríkisstjórn, enda sonur Hannesar Þjóðbjörnssonar sem var indæll kall. Guðbjartur hefur sýnt að hann vinnur af samviskusemi og einlægni. En ég get ómögulega séð hvað Möller gerði sem réttlætir að hann sé rekinn úr liðinu. 

En það er alvarlegra mál hverjir falla ekki út úr ráðherraliðinu. Ég get ekki skilið að ráðherra sem er með skilning og skoðanir á málum og málefnum eins og nú sé árið 1930 skuli sitja sem fastast. Að vísu hefur hann nokkra jafningja sem skynja samtíman á sama hátt og hann. Þar fer fremstur í flokki afdaladrengurinn Daðason. Þessir aðilar áttu sér samherja, Guðbjart Jónsson (Bjart í Sumarhúsum) sem átti sér það markmið að vera sjálfstæður.

Stutt lýsing af Bjarti í Sumarhúsum tekin af Wikipediu og ég get ekki betur séð en að hugmyndafræði hans lifi góður lífi.

 Bjartur í Sumarhúsum (Guðbjartur Jónsson) er skáldsagnapersóna í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness.

Sagan hefst á því að Bjartur, sem hefur verið vinnumaður á stórbýlinu Útirauðsmýri í 17 ár og látið sig dreyma um að vera sjálfstæður fær tækifæri til þess þegar hann er keyptur til að taka að sér konu sem er þunguð eftir annan mann. Hann kaupir lítið, afskekkt kot, gefur því nafnið Sumarhús og flytur þangað með Rósu konu sína og nokkrar kindur. Bjartur er þver og sjálfstæður bóndi sem hugsar fyrst og fremst um kindurnar sínar og metur þær og sjálfstæðið meira en allt annað. Honum þykja kindurnar gefa sér sjálfstæði.

Bjartur er einþykkur, hryssingslegur og ofbeldisfullur, fer illa með alla sína nánustu, hagar sér eins og einræðisherra og hugsar aldrei um þarfir annarra en sjálfs sín. Eiginkonur Bjarts, fyrst Rósa og síðar Guðfinna, vija fá á bæinn til að geta fengið mjólkursopa á hverjum degi en það finnst Bjarti hinsvegar fásinna því „bölvuð beljan mundi éta allt heyið frá rollunum“, eins og hann segir.

Hann berst alla ævi við að halda svokölluðu sjálfstæði sínu en færir fyrir það miklar fórnir og í sögulok hefur hann tapað öllu og er á leið enn lengra inn í heiði, á enn aumara kot, með dauðveika fósturdóttur sína, Ástu Sóllilju, og börn hennar. Segja má að eftirfarandi tilvitnun í lokakaflann beri í sér kjarnann í sögunni: „Það er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband