Óli Björn, bankarnir og Framtakssjóður.

Í umræðu á  Alþingi gagnrýndi Óli Björn Kárason harðlega kaup Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna á eignarhaldsfélagi Landsbankans, Vestia. Að hans mati  er augljóst að við söluna gekk bankinn þvert á eigin starfsreglur um gegnsæi og opið ferli við sölu fyrirtækja og  auk þess er varhugavert og ámælisvert að lífeyrissjóðirnir eignist fjölda fyrirtækja að fullu. „Þetta á ekki síst við ef um er að ræða fyrirtæki í samkeppnisrekstri," segir Óli Björn og bendir á að slíkt muni skekkja samkeppnisstöðu og iðgjöld starfsmanna fyrirtækja í samkeppni við fyrirtæki í eigu Framtakssjóðsins nýtt til að efla keppinautana.

Það var nauðsynlegt að taka þessa umræðu á Alþingi. En það sem var sorglegast við umræðuna er að Steingrímur og fleiri alþingismenn sem tjáðu sig virðast ekki skilja hvað samkeppnismarkaður er.

Ég er svo sem ekkert hissa á því að Steingrímur, Álfheiður Ingadóttir og fleiri alþingismenn vita ekki hvað það er að vera í fyrirtækjarekstri á samkeppnismarkaði og skilja ekki að samkeppnislög þurfa að virka.

Lögmálið í þessum rekstri er að vera stöðugt vakandi fyrir því hvað önnur fyrirtæki eru að gera og bregast síðan við eins fljótt og mögulegt er til að halda stöðu fyrirtækisins og tryggja að það eigi lífdaga fyrir höndum. Tryggja starfsmönnum atvinnu og hafa getu til að greiða þeim laun. Þeir sem ekki standa sig verða gjaldþrota.

Þessi barátta sem stjórnendur fyrirtækja í samkeppnisrekstri heyja er ekki það sem stjórnendur og starfsmenn hjá hinu opinbera læra eða geta skilið. Að það sé ekki talað um þingmenn sem árum saman hafa gengið að sínum launum og hlunnindum hverning sem árar í samfélaginu.    

Það er ekki alveg sama hvar lífeyrissjóðirnir bera niður í fjárfestingum sínum. Fyrirtæki í almannaeigu með ógrynni fjár eiga ekkert með að blanda sér í rekstur á markaði þar sem nóg er til af fyrirtækjum til að halda upp samkeppni.  Það raskar jafnvægi á markaði og getur leitt til þess að fyrirtæki verði gjaldþrota vegna framgöngu Framtakssjóð. Þetta þurfa allir alþingismenn að skilja.

Að sjálfsögðu á Samkeppniseftirlitið að sjá til þess að það gerist ekki. En því miður virðist Samkeppniseftirlitið vera steindauð stofnun og gagnslaus með öllu.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrrgreindar pistil er nauðsynlegt að senda á ráðherra, þingmenn Semkeppniseftirlit, Neytendastofu, talsmann neytenda, Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu og/eða allt þetta batterí sem á að láta sig varða fyrirtækja og neytenda í landinu.  - Er nokkuð spurt, hver borgar brúsann að lokum?? Skiptir e.t.v. fyrrgreinda ekki máli!!!

Meistari Jakob

Meistari Jakob (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband