Einkennilegur gjaldmiðill.

Í fréttum RÚV í dag og í gær var þessi sorglega frétt. 

Áratugagamalt framleiðslufyrirtæki sem staðið hefur í samingaviðræðum við Arion banka vegna gengisláns sem hefur margfaldast vegna gengishrunsins hefur nú gefist upp á viðræðum við bankann. Fyrirtækið er í góðum rekstri og hefur margfaldað afkomu sína á síðustu árum. Fyrirtækið skuldaði bankanum 300 milljónir króna og ræður vel við að greiða þá skuld en nú stendur lánið í 11 hundruð milljónum króna vegna hruns krónunnar -og það ræður fyrirtækið ekki við. Stjórnendur fyrirtækisins vilja ekki að nafn þess komi fram vegna viðskiptahagsmuna.

Nú væri gaman ef fréttastofa RÚV upplýsti okkur almúgann í hvað mynt lánið er. Ég veit ekki um neina mynt sem hefur styrkst svona mikið gagnvart ISK.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það er greinilegt að þú hefur ekki þurft að eiga við glæpaliðið í bönkunum. Upphæðir virðast hafa þann leiða vana að margfaldast umfram það sem eðlilegt getur talist þegar þú skuldar þeim og dragast sem óeðlilega þegar þeir skulda þér.

Sigurður Sigurðsson, 7.9.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: Jón Þorbjörnsson

Sæll Sigurður, takk fyrir að senda athugasemd.

Mér finnst ósennilegt að gengistryggt lá stökkbreytist úr 300 í 1.100 mkr. Það er eitthvað annað þarna á ferðinni sem fréttastofa hefur gleymt að segja frá.

kv Jón Þorbjörnsson

Jón Þorbjörnsson, 7.9.2010 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband