Stofnanir fullar af fólki.

Það hefur verið í umræðunni að starfsmenn bankanna séu jafnmargir og fyrir hrun. Ef svo er þá hljóta að vera ansi margir bankastarfsmenn sem hafa lítið að gera.  Ég hef ekki neinn áhuga á að telja starfsmenn bankanna sérstaklega en settist þó niður og fletti upp á nokkrum fyrirtækjum og stofnunum og reyndi átta mig á hvað eru margir starfsmenn hjá þeim.

Þetta er nú frekar auðveld rannsókanarvinna. Heimasíður flestra fyrirtækja eru mjög góðar og á þeim er venjulega flipi sem heitir Um fyrirtækið og þar undir kemur venjulega annar flipi sem er Starfsmenn. Þetta gerði ég og varð alltaf jafnhissa á því hvað það eru margir starfsmenn hjá stofnunum eða samtökum sem ég skoðaði.

Það er gríðarlegur fjöldi sem stafa hjá verkalýðsfélögum og lífeyrissjóðum og afleiddum stofnunum. Það er gott að þeir peningar sem við greiðum til stéttarfélaga og lífeyrissjóða séu atvinnuskapandi. En svona í fullri alvöru getur ekki verið að það sé skynsamlegt að hagræða í þessari starfsemi. Ég veit að það hefur verið gert en það má eflaust gera betur. Kennarasamband Íslands er með 31 skráðan starfsmann.

Á Biskupstofu eru skráðir 37 starfsmenn, einhverjir af þeim í hlutastörfum en ég sá hvergi vandræðaprestana sem eru í sérverkefnum sem eru eflaust nokkrir.  Hvað er það sem yfirstjórn kirkjunnar gerir sem krefst svona margra starfsmanna? Síðan eru starfandi prestar á annað hundrað.

Á Einkaleyfastofu eru 30 starfsmenn. Ég vissi varla að þessi stofnun væri til.

Nýtt embætti Umboðsmanns skuldara er með 31 starfsmann.

Umboðsmaður Alþingins 9 starfsmenn.

Jarðvísindastofnun Háskólans 51 starfsmann.

Náttúrufræðistofnun 48 starfsmenn.

Fangelsismálastofnun 16 starfsmenn, fangaverðir ekki taldir með.

Umferðastofa 54 starfsmenn.

Orkustofnun 35 starfsmenn. Ég vissi ekki að það væri nokkur starfsemi eftir í þeirri stofnun.

Umboðsmaður barna 4 starfsmenn.

Vinnueftirlitið 60 starfsmenn.

Veðurstofa Íslands 120 starfsmenn.

Lýðheilsustöð 23 starfsmenn.

Alþingismenn 63 starfsmenn.

Skrifstofa Alþingis 130 starfsmenn

Héraðsdómur Reykjavíkur 53 og Hæstiréttur 20 og svo eru héraðsdómar úti á landi fremur fámennir. Það kemur mér að vísu á óvart starfsmenn dómskerfisins skulu ekki vera fleiri.

Ég gat ekki fundið út hvað margir starfa hjá Vinnumálastofnun en það hlýtur að vera dágóður fjöldi.

Síðan er til fullt af stofnunum sem fæstir vita að er til. Allt er þetta sennilega bráðnauðsynleg starfsemi og starfsfólkið  sennilega að vinna mikilvæga vinnu. En mér finnst svona eins og það sé aðeins og mikið í lagt á sumum sviðum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband