Ég er þó enn sæmilegur til heilsunnar.

 “Ég held að ég sé tiltölulega meinlaust grey. Ég á það til að vera svolítið illkvittinn, en það er bara í nösunum á mér. Ég hef svolítið gaman af því að ganga framaf fólki og þá auðvitað helst fólki sem hefur gott af því að gengið sé fram af því. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil ekki gera flugu mein, nema það sé mjög aðkallandi, en þeir sem þekkja mig ekki halda yfirleitt að ég sé illmenni.   

  

Stundum hef ég, svona með sjálfum mér, verið að óska þess að ég væri svolítið gáfaðri en ég er, því satt að segja er nú hálfgerður bjáni. En þá hugsa ég bara í leiðinni: -          Ég er þó enn sæmilegur til heilsunnar..”

Á þennan hátt lýsti Flosi Ólafsson, leikari, skáld, hestamaður með meiru, sjálfum sér í bókinni „Í Kvosinni“. Hægt er að fræðast um Flosa á Wikipedia.org.  

 

Þegar ég las þetta fannst mér eins og Flosi væri að lýsa mér. Meinlaust grey. Svolítið Illkvittinn. Geri ekki flugu mein. En þeir sem þekkja mig ekki halda yfirleitt að ég sé illmenni.

Endirinn er stórkostlegur og á eflaust við marga.

„Stundum hef ég, svona með sjálfum mér, verið að óska þess að ég væri svolítið gáfaðri en ég er, því satt að segja er nú hálfgerður bjáni. En þá hugsa ég bara í leiðinni:

- Ég er þó enn sæmilegur til heilsunnar.”

   

Þegar ég var að skrifa þetta þá kom upp í kollinn á mér nafni minn Gnarr. Eru þeir Flosí Ólafsson og Jón Gnarr ekki svipaðir karakterar og auðvitað báðir snillingar.

    

Kv

Jón Þorbjörnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband