Þjóðhagsstofnun in Memorian.

Nú er rætt um en endurvekja Þjóðhagsstofnun. Og því finnst mér tilhlýðilegt að rita nokkur minningarorð um gömlu Þjóðhagssofnun. En vinsamlegast ekki endurreisa þessa stofnun. Það eru til aðrar stofnanir sem geta alveg tekið að sér þau verkefni sem Þjóðhagsstofnun sinnti.  

Ég er ef til vill ekki heppilegasti aðilinn til að skrifa minningarorð um Þjóðhagsstofnum, en þar sem aðrir hafa ekki gert það sé ég mig knúinn til að gera það í þeirri von að einhverjir sem hafa miklu betri þekkingu um sögu stofnunarinnar skrifi miklu betri minningargrein en ég er að reyna að setja saman. Ég vona innilega að einhverjir af mínum fyrrverandi vinnufélögum og ég vil meina snillingum komi með góða grein um stofnunina Þjóðhagsstofnu.

Einu sinni fyrir langa löngu var ég starfsmaður á Þjóðhagsstofnun. Stofnun sem aðallega var þekkt fyrir að birta reglulega verðbólguspár. Ég var ráðinn til þess að sjá um forritun ýmiskonar. Þetta var nú rétt áður en snilldarverkfærið Excel varð nothæft svo ég hafði nóg að gera við að búa til forrit sem sáu um skráningu á ýmsum tölfræðiupplýsingum og sjá síðan um um ýmsa úrvinnslu á þeim gögnum. Þegar Excel varð nothæft varð ég sömuleiðis gagnslaus því Excel var miklu betra verkfæri en ég í hundraðasta veldi hefði nokkurntíman getað orðið. 

Ég hef aldrei unnið á vinnustað þar sem saman var komið jafn gáfað, gott og samviskusamt starfsfólk og þar fór forstöðumaður eða forstjóri (man ekki hvað starfsheitið var) Jón Sigurðsson fremstur í flokki ásamt og fleiri snillingum. Þarna var fólk sem hafði staðgóða þekkingu á samfélaginu, vel menntað og síðast en ekki síst hafði það metnað til að skila réttum og ganglegum upplýsingum til samfélagsins. En fyrst og framt var þetta allt einstaklega gott fólk.  

Eitt af mikilvægustu verkefnum að birta þjóhagsspá en mér fannst það ekki spennandi viðfangsefni.  

Á þessum árum var verðbólgan á Íslandi frá 20-80% á ársgrundvelli og eitt aðalviðfangsefni stjórnvalda var að reyna að kveða niður verðbólgudrauginn. Verðbólguspár Þjóðhagsstofnunar voru því eitthvað sem allir tóku eftir. Óvægin gagnrýni á spárnar kom síðan frá öllu samfélaginu og því slegið upp hvaða fáráðlingar það væru á Þjóðhagsstofnu sem gerðu þessar spár. En auðvitað snérist þetta allt um forsendur sem settar voru inn í líkanið og síðan ákvaranir stjórnvalda sem ákvörðuðu hvað það var mikill munur á spá og síðan raunverulegri verðbólgu.  

Eitt af verkefnum Þjóðhagsstofnunar var að búa til rekstrarlíkan  fyrir fiskveiðar og vinnslu. Það snérist um að reikna út afkomu fiskveiða og vinnslu þannig að Verðlagsstofnun sjávarútvegsins gæti ákveðið “rétt verð” á þorski og ýsu og auðvitað öllum öðrum fisktegundum sem síðan var úrskurðað sem hið eina rétta verð. Síðan notuðu stjórnvöld niðurstöðu úr þessu til að fella gengið reglulega. Það er nú ekki nema 30 ár síðan þetta var raunveruleikinn í okkar samfélagi. Vill einhver að þetta kerfi verði tekið upp aftur.  

Eitt eftirminnilegasta verkefni sem ég tók þátt í var að gera skýrslu um tekjuskiptingu Íslendinga og  athuga hvort einhverjir Íslendingar lifðu undir fátæktarmörkum. Nærtækast var að fá tekju og álagningarskrá Ríkisskattstjóra eða það sem við köllum Skattskrána, því þar má fá upplýsingar um tekjur, skatta og ráðsöfunarfé Íslendinga. Niðurstöðurnar voru skelfilegar og mig minnir að niðurstaðan væri að u.þ.b. 30% Íslendinga væru með framfærslu sem væri undir fátæktarmörkum. Allt varð vitlaust í samfélaginu. Þar sem við höfðum fengið gögnin frá skattstjóra með þvi formerki að ekki mætti birta nein gögn sem væri hægt að rekja til einstaklinga var þess vanlega gætt. Þar sem ég var sá eini sem hafði aðgang að öllum gögnum var mér í lófa lagið að kanna hverjir voru undir fátæktarmörkum. Ég get svo sem sagt það núna að það voru ekki allir fátæklingar sem voru með framfærslu undir fátæktarmörkum. Sumir auðmenn þjóðarinnar voru þarna á meðal. 

Nokkrum árum seina var ég að vinna hjá öðru fyrirtæki sem fékk það verkefni að reikna úr hverjir ættu að fá láglaunabætur. Þetta var á einhverju samdráttarskeiði og Ríkissjórnin sá ástæðu til að bæta stöðu þeirra lægstlaunuðu. Grunnur til útreikninga á bótunum var sá sami og við notuðum á Þjóðhagsstonum þarna um árið. Ég laumaði mér samviskusamlega undan því að taka þátt í verkefninu “Láglaunabætur” minnugur þeirrar útreiðar sem Þjóðhagsstofnun fékk við niðurstöðu á tekjuskiptingu Íslendinga.  Að lokum voru bótaþegar landsins fundnir. Á meðal þeirra voru sumir af ríkustu mönnum og konum landsins. Sumir sáu ástæðu til að afþakka þennan fátæktartyrk og gerðu það jafnvel opinberlega. Það varð töluvert fjölmiðlafár í kringum þetta mál. Vinur minn sem nú er látinn sá um þessa útreikninga. Mikið óskaplega hló ég dátt þegar fjölmiðlar úthúðuðu þessum vitleysingum sem sáu um þessa útreikninga.  

  

Auðvitað var það bara skattskráin sem var eitthvað skrítin en ekki þeir sem notuð hana sem grundvöll til útreikninga. 

Davíð Oddson ákvað að  leggja niður Þjóðhagssofnun. Ég sé enga ástæðu til að gangrýna hann fyrir það. Hann sem forsætisráðherra hafð sýnar ástæður til að leggja þessa stofnun niður. Í raun er ég mest hissa á að hann hafi ekki lagt niður fjölda annarra stofnanna ríkisins áður en hann lagði niður þá stofnun sem mér þótti vænst um. Ekki vegna þess að þetta var stofnun heldur alls þess góða og gáfaða fólks sem vann þar.  

Útför Þjóðhagsstofnunar hefur þegar farið fram. Þeir sem vilja minnast hennar er bennt á rannsóknarskýrslu Alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband