21.9.2010 | 13:34
Alkemistarnir hans Tryggva Þórs, álhausar og kálhausar.
Kafli úr grein sem Tryggi Þór Herbertsson bitri 20. september 2010. Mér þykir þessi kafli alger snilld og birti hann því án þess að spyrja kóng að prest og þaðan af síður Tryggva sjálfan.
Tryggvi bætti um betur í Kastljósi og sagði að Andri Snær talaði eins og Prestur í költi.
Alkemistar
Á undanförnum árum hefur blómstrað nýr iðnaður í heiminum. Þessi iðnaður gengur út á að vera á móti flestu sem elítan í bisness og stjórnmálum - borgarastéttin - tekur sér fyrir hendur. Þar ægir saman alls konar hugmyndum sem flestar standa þó á grunni and-kapitalisma og and-alþjóðavæðingar. Sennilega er frægastur þessara ný-iðnaðarmanna á alþjóðavísu Michael Moore og innanlands títtnefndur Andri Snær Magnason. Andri Snær bætir reyndar um betur og hellir einhverskonar vist-femínisma í súpuna. Málflutningurinn er póstmódernískur - allt gengur ef góð saga er sögð.
Drengirnir sem áður voru hetjur framtíðarinnar í óklipptu draumalandinu eru nú andhetjur og klikkhausar með fósturfitu í hárinu. Ný-iðnaðarmennirnir eru sannir alkemistar - ekki að þeir búi til gull úr skít heldur fá þeir greitt í gulli fyrir að kasta skít.
Gallinn við þennan nýja iðnað er að þar er ekki um neina framleiðslu að ræða - hann þrífst á öryggisleysi fólks, óánægju með eigið hlutskipti, hræðslu við framfarir og því að flestir geta eytt þúsundkalli í vitleysuna. En það er ekki hægt að bæta kjör öryrkjans með því að segja skemmtilegar sögur!
Áróður alkemistanna hér á Íslandi hefur leitt til þess að kominn er til sögunnar hávær hópur fólks sem trúir því að hér á landi sé stunduð náttúrurányrkja á Avatar-skala. Þeir sem stjórna eru miðaldra málaliðar sem samsama sig svo feðraveldinu að þeir eru hættulegir - klikkaðir. Þeir vilja kúga náttúruna líkt og þeir kúga konur. Oflætið er slíkt að þeir vilja tvöfalda allt! Svona til að gera sögurnar enn meira krassandi er græðgi, mútum og spillingu (og nú síðast geðveiki) bætt inn. Veikgeðja ráðamenn verða ráðalausir af málflutningnum. Árangur málflutningsins endurspeglast í kyrrstöðunni sem nú kæfir allt á Íslandi vegna hræðslu stjórnmálamanna sem stjórnast af skoðanakönnunum. Ergó, alkemistarnir með málflutningi sínum verða því til þess að ekki er hægt að bæta kjör öryrkjans. Álhausar eins og ég skilja ekki svona kálhausa!
Drengirnir sem áður voru hetjur framtíðarinnar í óklipptu draumalandinu eru nú andhetjur og klikkhausar með fósturfitu í hárinu. Ný-iðnaðarmennirnir eru sannir alkemistar - ekki að þeir búi til gull úr skít heldur fá þeir greitt í gulli fyrir að kasta skít.
Gallinn við þennan nýja iðnað er að þar er ekki um neina framleiðslu að ræða - hann þrífst á öryggisleysi fólks, óánægju með eigið hlutskipti, hræðslu við framfarir og því að flestir geta eytt þúsundkalli í vitleysuna. En það er ekki hægt að bæta kjör öryrkjans með því að segja skemmtilegar sögur!
Áróður alkemistanna hér á Íslandi hefur leitt til þess að kominn er til sögunnar hávær hópur fólks sem trúir því að hér á landi sé stunduð náttúrurányrkja á Avatar-skala. Þeir sem stjórna eru miðaldra málaliðar sem samsama sig svo feðraveldinu að þeir eru hættulegir - klikkaðir. Þeir vilja kúga náttúruna líkt og þeir kúga konur. Oflætið er slíkt að þeir vilja tvöfalda allt! Svona til að gera sögurnar enn meira krassandi er græðgi, mútum og spillingu (og nú síðast geðveiki) bætt inn. Veikgeðja ráðamenn verða ráðalausir af málflutningnum. Árangur málflutningsins endurspeglast í kyrrstöðunni sem nú kæfir allt á Íslandi vegna hræðslu stjórnmálamanna sem stjórnast af skoðanakönnunum. Ergó, alkemistarnir með málflutningi sínum verða því til þess að ekki er hægt að bæta kjör öryrkjans. Álhausar eins og ég skilja ekki svona kálhausa!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.