Fasteignabóla

Einu sinni var það svo að ungt fólk byrjaði á að kaupa ódýra íbúð, gjarnan í kjallara.

Þegar það hafði myndast nokkur eign þá var hugað að því að komast í betra húsnæði og jafnvel einu herbergi bætt við. Það var látið duga í 5 til 10 ár og fjölskyldan stækkað. Þá var jafnvel ráðist í að byggja raðhús í félagi með vinum eða kunningjum eða þá einbýlishús og flutt inn áður en allt var tilbúið. Síðan tók jafnvel 10 ár að fullklára lóð og húsnæði.

 

 

Síðan breytist allt, ungt fólk með nánast enga eign fær 90 til 100% lán til að kaupa íbúð eða hús fyrir 20 - 30 milljónir. Hvernig gat nokkrum manni dottið í hug að þetta gæti gengið. Og hvernig datt þessu fólki í hug að skuldsetja sig svona rosalega, jafnvel þó það hafi staðið til boða? Síðan voru kanski tveir bílar á heimilinu einnig að fullu fjármagnaðir með lánum.

   

Nú situr þetta ágæta fólk upp með fasteign sem er svona 60% af virði lánanna, tvo bíla sem lánastofnanir eru að hirða af þeim.

  

Kemur niðurstaðan eitthvað á óvart. Er þetta ekki eignabólan sem var þanin þar til hún sprakk.

Er þetta ekki nærri lagi að vera lýsing á aðstæðum þess fólks sem verst er statt í dag. Mér finnst leitt að þetta fólk sé að missa húsnæðið sem það fékk að láni og einnig bílana. En ég skil af hverju þetta sprakk framan í fólkið. Þetta gat ekki endað á annan hátt, þurfti ekkert hrun til.

 

 

Er eitthvað hægt að gera til að bjarga þessu fólki og sama tíma aðrir þurfa að spjara sig á eigin spýtur. Ég sé ekki hverning á að gera það.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband