29.9.2010 | 15:40
Ofurálitsgjafarnir
Eyjan.is er nokkuð merkileg síða. Þar eru sagðar fréttir og svo er þar Silfur Egils og síðan fjöldi aðila sem semur greinar og settur þær inn á bloggsíðuna sína og eru þá kallaðir Eyjubloggarar. Fuglahvíslið á AMX á marga óvini og eru þeir margir Eyjubloggarar. Sérstaklega er Fuglahvíslinu í nöp við Egil sjálfan enda liggur hann ágætlega við höggi.
Það merkilega við Eyjuna er það sem ég kalla innskot. Við allar greinar á Eyjunni er hægt að senda inn athugasemdir, þar sem höfundar koma oftast fram undir dulnefni en þó eru undantekningar þar á. Ágætlega kunnir menn senda þarna inn innskot, sumt af því er bísna gott en annað verulega dapurtlegt.
Í lok maí var heimasíða Eyjunnar lagfærð og meðal annars er haldið utanum innskot frá hverjum og einum og hægt er að sjá talningu á þeim. Nú eru liðnir ca 130 dagar síðan þessi talning hófst. Nokkir ofurvirkir aðilar hafa sent inn um 1400 innskot. Það þýðir að þeir eru að senda inn að jafnaði tæplega 11 innskot hvern einasta dag. Þetta hlýtur að vera fýkn. Það er alltaf áberandi þegar þeir detta úr í ákveðinn tíma. Af einhverjum ástæðum grunar mig að þá hafi þeir verið sendir inn á stofnun til hvíldar.
Það getur verið að þessi sömu aðilar séu einnig að pönkast á öðrum síðum en Eyjunni. En hvað sem þvi líður þá finnst þeim þeir hafa fundið sinn vettvang hamast eins og rjúpan við staurinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.