30.9.2010 | 11:09
Alþjóðlegar handtökuskipanir
Íslenskur pörurpiltur var handtekinn á flugvelli í Venuzuela. Ef eitthvað er að marka umræðu í fjölmiðlum þá var pilturinn á leiðinni heim í samráði við lögmann sinn og lögreglu.
Voru það mistök hjá lögregluyfirvölum að taka hann ekki af skrá hjá Interpol til þess að greiða för hans heim eða er þetta svipað "Show" og þegar Sigurður Einsarsson var eftirlýsur af Interpol. Fyrir vikið þá seinkar heimkomu pörupiltsins og eflaust þarf að semja um heimkomu hans.
Þetta er nú sennilega maður sem á að fá makleg málagjöld en það er óþolandi þegar lögreglan á Íslandi er með svo "Show". Telur lögreglan að hún sýnist eithvað öflugri í augum almennings með því að vera með svona uppistand.
Getur það verið að þetta svikamál, þar sem opinberast að yfirvöld Skattamála eru ekki með neinar fyrirbyggjandi varnir til að koma í veg fyrir svona einfalt svindl, sé svo flókið að það þurfi að halda sakborningum á einangrun í þrjár vikur. Ég get ekki ímyndað mér að svo sé.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.