Eru hörmungar Íslendinga ekki stórlega ýktar?

Einar Lárusson brottfluttur Íslendingur, nýbúi í Svíþjóð hefur ekkert annað að gera en að senda alþingismönnum bréf, sem innifelur þau skilaboð að hann nenni ekki lengur að borga af einhverri íbúð, en er  þó ennþá í skilum, eftir því sem hann segir sjálfur.  Og svo að allt er ömurlegt á Íslandi en gott í Svíþjóð. Hann er greinilega ekki búinn að vera  þar lengi.

Það er einkennileg árátta hjá sumu fólki sem telur að alþingismönnum beri einhver skylda til að svara hvaða fávita sem er, sem sendir eitthvað bull frá sér. Fjórir þingmenn hafa þó svarað þessum nýbúa í Svíþjóð. Það eru auðvitað Margrét gáfnaljós og Birgitta samviska alheimsins sem eru svo gríðarlega ánægðar með hans framtak. Síðan eru það Björn Valur og Þráinn leikstjóri sem svara honum í föðurlegum tón að það sé ekki allt svona ömurlegt á Íslandi.

Ég er mest hissa á Þór Saari skuli ekki vera svara á sömu nótum og flokkssystur hans.

Það sem undrar mig mest. Hvað er það sem verður til þess að Pressan haldi þessum bréfaskrifum hans á lofti.  Eru skrif um eymdina á Íslandi, aumingjaskap og getuleysi Íslendinga ekki komin aðeins fram úr hófi. Er ástandið á Íslandi svona hræðilegt. Ég sé ekki betur en að flestir sem ég þekki til hafi það ágætt.   

Ég veit ekki hvort ég lifi í vernduðu umhverfi, en ég verð ekki var við alla þessa ömurlegu stöðu heimilanna sem stöðugt er hamrað á í fjölmiðlum. Flesti hafa nóg að eta. Fólk fer ennþá í frí til útlanda og ferðast mikið innanlands. Það á ennþá dótið sem það keypti í brjálæðinu árin fyrir hrun, bíla, tjaldvagna, fjórhjól, sumarbústaði og að síðustu húsin sín. Það er fullbókað í allar veiðiár á landinu þar sem einhver fiskur er.

Ég geri mér fyllilega grein fyrir að einhverjir séu með verulega timburmenn eftir allt neyslufylliríið og sumir munu ekki komast á fætur aftur, sérstaklega þeir sem eru með mikla timburmenn og hafa einnig misst vinnuna.

Eru hörmungar Íslendinga ekki stórlega ýktar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband