Öryrkjar, atvinnulausir og stórskuldugir.

Mér finnst alltaf eitthvað skrítið við fjölda einstaklinga í vandamálahópum.

Að það séu 18.000 einstaklingar sem eru 100% örykrjar finnst mér eiginlega ótrúlegt.

Af þeim þjást um 30% vegna stoðkerfissjúkdóma sem í flestum tilvikum má tengja því að þeir séu of feitir.

Um 30% og að mestu konur þjást af vefjagigt sem er lýst þannig: "Vefjagigt er heilkenni og heyrir undir flokk stoðkerfisraskana. Vefjagigt lýsir sér með ýmsum einkennum. Helst er að nefna útbreidda verki, síþreytu, stirðleika í vöðvum og vöðvafestum, svefntruflanir og mikinn sársauka við lítið áreiti."

Um 30% öryrkja þjást af þunglyndi og þá eru eftir 10% sem þjást af einhverju öðru.

Það eru um 13.000 mans sem eru skráðir atvinnulaustir og þar af 2.000 erlendir ríkisborgarar.

Síðan er í umræðunni að það séu 40.000 heimili í skuldavanda. Ná 40.000 heimili ekki til allra Íslendinga?

Er ekki eitthvað bogið við þessar tölur?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Fyrst þú hefur áhuga á þjóðmálum yfirleitt, þá ættir þú að kinna þér þau betur áður en þú kemur með svona þvælu!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.10.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband