Kiljan og Guttormur heitinn.

Bókmenntaþátturinn Kiljan er fróðlegur og skemmtilegur þáttur sem Egill Helgason stýrir.  Egill hefur greinilega náð að gera bókmenntaþátt sem allflestir hafa gaman af.  Bragi í  bókabúðinn er mitt uppáhald, hafsjór af fróðleik og skáldar svo inn á milli til að gera sögurnar skemmtilegri. Þórarinn Þórarinsson eða Badabing var í þættinum í gær og virkar ótrúlega skemmilegur náungi. Heimasíðan hans Badabing.is ber þess merki að vera skrifuð af skemmtilegum snillingi.

Það er þó eitt sem trufar mig þegar ég horfi á Kiljuna. Guttormur heitinn, sem var allsvakalegt naut í Húsdýragarðinu í Laugadal og var nálægt einu tonni á þyng, kemur alltaf upp í kollinn á mér þegar ég horfi á þáttinn og situr í kollinum á mér þangað til ég sofna.

Ég hef ekki hugmynd hvers vegna það gerist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband