Umboðsmaður Evu Joly á Íslandi

Nú eru einhverjir aðilar að setja á fót Stofnun Evu Joly á Íslandi.

Ég vona bara að þessi stofnun fái ekki úthlutað fjármunum úr Ríkissjóði.

En talandi um Evu Joly, hún hefur umboðsmann á Íslandi, svona svipað og poppstjarna. Arkitektinn Jón Þórisson er umboðsmaður Evu á Íslandi. Ég sem hélt að það væri Egill Helgason.  Mér finnst þetta alveg drepfyndið. Er ekki betra að kalla umboðsmanninn Sendiherra.

Þá birtist í blöðum, Sendiherra Bretlands hitti Sendiherra Evu Joly á Bessastöðum í morgun þar sem þau ræddu um rannsókn SFO á hinu dularfulla fyrirtæki Magma, sem að áliti Evu er glæpsamlegt fyrirtæki sem hefur stolið Íslandi.

Hver ætli sé umboðsmaður henna í Kína?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst þetta ánægjuleg frétt. Ég er líka hálf hnugginn yfir því að nú eigum við enga Svo Joly til að skoða glæpi drullusokkanna sem settu þjóðarbúið á hausinn og fengu síðan ríkisstjórnina í lið með sér með því að skipa slitastjórnir og skilanefndir beint úr glæpadeildum bankanna.

Það er lítið og vesældarlegt að fá bara einn umboðsmann fyrir góðan rannsóknaraðila í samanburði við ræningjana sem áttu fjölda umboðsmanna bæði á Alþingi og í ríkisstjórninni. 

Árni Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 16:39

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

...eigum við enga Evu Joly....

Árni Gunnarsson, 14.10.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband