Heimavarnarliðið vann stórkostlegan sigur.

Það er einhver hópur af fólki sem kallar sig Heimavarnarliðið. Það sérhæfir sig í að framleiða hávaða af minnst tilefni með því að berja tunnur með einhverju málmverkfæri. Ekki kann ég að nefna mörg nöfn í þessum hópi, en þó hafa fjölmiðlar nefnt til sögunnar Þorvald Óttar Guðlaugsson og Pál Heiðar. Ekkert þekki ég til þessara manna og eflaust eru þeir hinir mætustu menn, en nokkra í hópnum kannast ég við og það verður ekki logið upp á þá að þeir séu mestu mannvitsbrekkur sem ég hef rekist á á minni aumu vegferð.  En ég er svo sem engin mannvitsbrekka sjálfur þó ég óski þess nú stundum.

 

En með þátttöku í mótmælum virðast þessir aðilar hafa fundið sína hillu, fundið sér tilgang sem þeir hafa sennilega aldrei haft áður. Mótmæla fyrir utan heimili Valdísar Óskarsdóttur og Guðlaugs Þórs og Þorgerðar Katrínar knúnir af krafti þeirra sem vilja réttlæti og ekkert helvítis fokking fokk og síðan þarf að mótmæla einhverju öðru en það eru ekki allir sammála hvað það er, jú „réttlæti fyrir fjölskyldurnar í landinu" og síðan eitthvað annað svo sem „burt með fjórflokkinn".

 

Ég er alveg viss um að meðlimir Heimavarnarliðsins eru guðs lifandi fegnir að hafa fundið tilgang með lífinu og eru einlæglega sannfærðir um að þeir heyja réttláta baráttu. En sá galli fylgir þessu að það þarf að vera samfella í starfinu annars getur verið að eldmóðurinn dvíni og því þarf að finna ný og ný verkefni. Og þá getur hópurinn misstigið sig og fer að þjóna vondum málstað. 

 

Nákvæmlega það gerðist nýverið þegar braskari af bestu sort fékk Heimavarnarliðið til að aðstoða sig. Þetta byrjaði allt mjög skipulega með viðtali við braskarann í fjölmiðlum. Hörmungar hans voru slíkar að vondu mennirnir í Landsbankanum ætluðu að bera hann og fjölskylduna út úr íbúðinni „sinni" og vondu mennirnir höfðu ekki neinn áhuga að reyna að semja við hann.  Næsta skref var uppákoma í höfuðstöðvum Landsbankans þar sem braskarinn stóð á tunnu og hélt þrumandi ræðu á meðan Heimvarnarliðið þ.e. góðu mennirnir voru í hlutverki lífvarðar svo eins og lífverðir fyrirmenna nema hvað Heimavarnarliðið var ekki í víðum svörtum jakkafötum eins og lifvarða er siður. DV og RÚV sá um almannatengsl  fyrir þessar uppákomur.  Næta skref var að koma í veg fyrir að hægt væri að bera braskarann út úr íbúðinni „sinni" og henda honum út á guð og gaddinn.   Heimavarnarliðið er svo sannarlega búið að finna sína hillu.

 

En það er alltaf eins með DV, þeir geta ekki staðið með sínu fólki. Það upplýsist að braskarinn er almennilegur braskari sem átti ekkert í íbúðinni „sinni". Eigandinn var gjaldþrota fyrirtæki sem átti íbúðina og braskarinn fyrir löngu búinn að finna annan samastað fyrir sig og kærustuna sína.  

 

Núna sleikir Heimavarnarliðið sárin, aumir í görninni, en standa þó með sínum manni, braskaranum.  Það er svo sem allt í lagi, það verður nýtt og spennandi verkefni á morgun.  Alþingi kemur saman svo það er fullt tilefni til að kerfast þess að ríkisstjórn Geirs Haarde segi af sér eða er það ríkisstjórn Steingríms J.  Hvað máli skiptir það svo sem burt með einhverja ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband