Viðbrögð við geimverunni Gnarr.

Það er alveg stórkostlegt að fylgjast með viðbrögðum fólks vegna viðtals við Jón Grarr borgarstjóra í Kastljósi.  Sumir segja að Jón sé hreinskilinn stjórnmálamaður, aðrir botna ekkert í viðtalinu og síðan eru aðrir sem segja að Jón Gnarr sé óhæfur vitleysingur.

 

Jón Gnarr mætti í viðtalið vel undirbúinn og svaraði fyrir sig á sinn hátt.  Hann er búinn að afgreiða Sóleyju Tómasdóttur þannig að enginn getur tekið hana alvarlega framvegis. En hann átti eftir að afgreiða Sjálfstæðisflokkinn og það gerði hann svo sannarlega í Kastljósinu í gær.  Háðið var hárbeitt og auðvitað eru Sjálfstæðismenn súrir.  

 

Það er öllum ljóst að stjórnmálaumræðan er úr sér gengin leiðindi og almenningur á kröfu á að umræðan verði gagnlegri og í senn skemmtilegri.  Núverandi stjórnmálamenn hafa fengið þjálfun í þeirri kænsku sem stjórnmálamenn fortíðarinnar hefa talið hepplegast að beita til að klekkja á andstæðinum í stjórnmálum.  Í síðustu Alþinginskosningum varð mikil endurnýjun á Alþingismönnum, fullt af nýju fólki er nú á Alþingi, en það er sammerkt með þeim flestum að þeir eru eins og klónaðar eftirmyndir þeirra sem hurfu af þingi. Þó er sú undantekning að Alþingismenn Borgarahreyfingar og síðar Hreynfingarinn eru ekki klónaðar eftirmyndir. En þau komu með ennþá verra atgervi en þeir klónuðu. Það virðist ekkert vit vera í kollinum á þeim og þau hegða sér í takt við það.  

 

Jón Gnarr ætlar sér greinilega að breyta þessu og eftir því sem ég fæ best séð er hann búinn að stilla öllu liðinu upp við vegg. Stjórnarandstaðan þorir ekki að ýta liðónýtri Ríkisstjórn út af borðinu af ótta við að Jón Gnarr fari í landsmálin og landi öðrum eins sigri og Besti flokkurinn gerði í Reykjavík. Vegna þessa sitjum við uppi með liðónýta Ríksstjórn undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Þar sem getuleysið drýpur af andlitum allra ráðherra eins og þeir séu gerðir úr kertavaxi sem er í of miklum hita.

 

Jón Gnarr telur að Sjálfstæðisflokkurinn séu í raun tveir flokka, gamli og nýji Sjálfstæðisflokkurinn. Líkingin á gamla flokkum sem draugur er veit ekki að hann er dáinn er svo svíðandi að ég held að þessi  líking muni límast við náhirðargengið þannig að það kafni undan háðinu. Ef svo færi er það vel því við Íslendingar þurfum að hafa Sjálfstæðisflokkinn einhuga og sterkan til að vera undirstaðan í stjórnmálalífi okkar í framtíðinni. Flokkurinn þarf að vera aðgengilegur fyrir hægrimenn sem sjá ljós í samskiptum við Evrópuþjóðir.

 

Mér sýnist því að Jón Gnarr sé að sinna ákaflega mikilvægu starfi þessa daga, það er að leggja drög að betri Sjálfsæðisflokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband