10.11.2010 | 13:41
Fyrirlitlegir hershöfðingjar.
Hann skrifar:
Hernaðurinn byggði aðallega á því að ungir karlmenn voru reknir í milljónatali út á vígvellina, nánast eins og búfénaður, og þeim slátrað í þeim tilgangi að ná örlitlum hernaðaryfirburðum, kannski bara fáum metrum. Þetta var óvenju kaldrifjað og miskunnarlaust - þeir sem reyndu að komast undan voru skotnir fyrir liðhlaup beggja vegna víglínunnar."
Svona hafa stríð verið háð í gegnum tíðina. Ungum mönnum att fram á vígvöllinn og þeir miskunarlaust drepnir. Það þarf ekki að þýða að hershöfðingarnir hafi verið vondir eða miskunarlausir menn. Stríða eru bara svona. Í fyrri heimstyrjöld voru bara komin öflugri vopn þannig að hægt að drepa fleiri andstæðinga en á sama hátt var mannfall í eigin röðum gríðarlegt. Þegar menn uppgötvuðu þetta fóru þeir að nota aðferðir til þess að minnka mannfall í eigin röðum. Auðvitað er öll stríð miskunarlaus en af einhverjum ástæðum eru þau þó háð hvar sem er í veröldinni og það eru ekki endilega vondir menn sem stýra þeim, en það geta verið vondir menn sem koma þeim af stað.
Ef þjóðir eru niðurlægðar eða órétti beittar eru þær tilbúnar að fara í stríð, og þegnarnir undir þeim formerkum að þeir séu að þjóna landi sínu og þjóð og eru tilbúnir til að fórna lífi sínu. Svona hefur þetta alltaf verið og að sjálfsögðu gilda ákveðnar reglur, einn fyrir alla og allir fyrir einn, ef menn fara ekki að leikreglum eru þeir skotnir af samherjum. Síðan eru það sigurvegarnir sem ákveða hverjir eru góðu mennirnir og hverjir eru þeir vondu.
Nú eru stíðstólin orðin svo öflug að hermennirnir geta setið heima í stofu og sent ómannaðar flugvélar til að ráðast að óvininum úr launsátri. Oftar en ekki eru það saklausri borgar sem eru drepnir með þessum tólum. Ég get ekki séð að stríð nútímans séu neitt mannúðlegri en þau voru í fyrri heimstyrjöld.
Síðan eru háð önnur stríð. Þar er æru manna slátrað á miskunarlausan hátt á Internetinu og það eru margir sem telja sig blásaklausa handhafa sannleikans sem leika aðalhlutverkin í því stríði, en þá má kalla fyrirlitlega hershöfðinga. Þessum stríðsátökum má lýsa á eftirfarandi hátt.
Hernaðurinn byggir aðallega á því að menn sitja við tölvuna sína og senda verstu hugleiðingar sínar út á Internetið til að koma höggi á andstæðinga, ímyndaða eða raunverulega, aðeins í þeim tilgangi að svala illum hvötum sínum. Þetta er óvenju kaldrifjað og miskunnarlaust - þeir sem reynda bera hönd fyrir höfuð sér fá yfir sig margfaldan sora og illmælgi til baka.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.