24.6.2011 | 15:31
Ég er orið svolítið þreyttur á þessu krepputali.
Í okkar ágæta samfélagi er engin óskapleg kreppa. Tugþúsundir Íslendinga fara í frí til sólarlanda, Egill sjálfur fer á eyju í Grikklandi og dvelur þar í nokkrar vikur. Það er erfitt að fá far til útlanda þar sem flestar vélar eru fullbókaðar. Ef okkur vantar eitthvað förum við út í búð og kaupum það. Ég get ekki séð að það sé nokkur skortur á peningum hjá fólki. Göturnar eru fullar af bílum. Það er uppselt á tónleika hjá afdönkuðum tónlistarmönnum. Fjöldi fólks veifar IPad tölvum og IPhone símum, allir vel tengir og hafa nægan tíma til að hanga á netinu. Hundruðir virðast hafa það að atvinnu að skrifa misgáfulegar greinar fyrir veffjölmiðla og svo framvegis.
Við höfum það ekki eins gott og árin 2004-2007 enda var það Stóra-Bóla, en við höfum það ágætt. Atvinnuleysi er svipað og í öðrum löndum en samt eru til fyrirtæki sem fá ekki fólk til starfa.
En við glímum við eitt sérstakt vandamál. Stórnvöld sýna einstaka neikvæðni. Stjórnvöld herja á atvinnuvegi landsmanna og virðast vilja brjóta niður atvinnulífið, a.m.k. vilja stjórnvöld ekki aðstoða atvinnuvegina sem er nú svolítið sérstakt. En atvinnulífið reynir að verjast þessari niðurrifsstefnu og reynir að standa í lappirnar. Stjórnvöld sjá ekki að með því að ofurskattlegja samfélagið eyða þau smá saman viljanum til vinna og vilja fyrirtækjanna til að framkvæmda. Þetta er heimatilbúið vandamál sem viðhaldið er með mítunni að hér sé svo ótrúleg kreppa og síðan þeirri fáfræði að telja að það sé hægt að leysa öll vandamál með háum sköttum og háum vöxtum.
Hvar er þessi óskaplega kreppa og hrunið samfélag sem fólki verður tíðrætt um í ummælum sínum? Flestir sem ég þekki hafa það ágætt. Auðvitað er nokkur hópur af fólki sem hefur það skítt og það hefur alltaf verið þannig og mun alltaf verða þannig. Eflaust er þessi hópur eitthvað stærri en hann var í Stóru-Bólu. Við getum ekki endalaust rætt um vanda þeirra sem keyptu fasteingir á toppi Stóru-Bólu.
Stjórnvöld sérstaklega forsætisráðherra verða að koma fram og gefa landmönnum jákvæði og von um að við séum á leiðinni að bæta hag okkar í framtíðinni. Til þess þurfum við ef til vill að fara nokkur skref til baka um sinn á einhverjum sviðum og fljótlega getum við tekið skref fram á við aftur. En okkur fer ekkert fram ef við ætlum að viðhalda hér umræðusamfélagi þar sem eilíft er þrasað um fortíðina og haldið neikvæðu viðmóti að þjóðinni.
Síðan er það okkur ekki til framdráttar þegar málsmetandi menn í samfélaginu sjá andskotann í því að við eigum gott samstarf við Evrópuþjóðir og helstu vinaþjóðir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.