1.5.2007 | 15:13
Eru galnir menn sem stjórna sumum þjóðum?
Hvort sem nú er, þá man ég að það vantaði ekkert á að Ísrealasher hafi náð að sprengja í loft upp nánast það sem hann vildi og dreifa klasasprengum yfir íbúðabyggð sem er almennt fordæmt hjá siðuðum þjóðum. Þeir sáu sig knúna til að eyðileggja samgöngukerfi og aðra innviði samfélagsins sem þeir réðust á. Olíutanka sprengdu þeir í loft upp og olína rann út í sjó þar sem er vinsæl baðströnd og höfn fyrir smábáta.
Ég get ekki betur séð en þeim hafi vel tekist til í eyðileggingu og ekki sæmandi að gagnrýna herinn fyrir að hafa verið máttlítill á því sviði. Það tókst að sprengja Líbanon nokkra áratugi aftur í tímann eins gáfulegt og það nú er.
Litli Bush forseti vinarþjóðar okkar og þjóðar sem við mörg hver lítum upp til hefur með ráðum og dáð stutt allt það brjálæði sem Ísraelum hefur hugkvæmst.
Er það ekki augljóst að háttarlega Ísraela er orsök þessa hræðilega ástands sem er viðvarandi við botn Miðjarðarhafsins? Er engin von til þess að vestrænar þjóðir geti beitt sér til að hemja hernaðarveldið Ísrael?
Hvernig í ósköpunum stendur á því að Bush er ekki búinn að gera innrás á Kúpu? Hvað hefur haldið aftur af honum?
Kveðja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.