22.12.2009 | 10:58
Notkun öryggisbelta í bifreiðum
Umræðan í þjóðfélaginu er fjölbreytileg.
Fyrir um það bil 25 árum síðan var hart tekist á um það hvort það væri eðlilegt að skylda ökumenn og farþega í bifreiðum til að nota bílbelti/öryggisbelti. Töluverður hópur fólks var á móti þessu og bar við ýmsum vankostum svo sem ef menn keyrðu fyrir björg eða út í á, þá gætu þau torveldað björgun.
Í dag nota langflestir bílbelti og enginn kvartar yfir þeim. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður sé í dag mótfallinn notkun þeirra eða efast um gildi þeirra.
Spennið beltin.
kv Jth
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.