10.9.2010 | 09:42
Ég er þó enn sæmilegur til heilsunnar.
Stundum hef ég, svona með sjálfum mér, verið að óska þess að ég væri svolítið gáfaðri en ég er, því satt að segja er nú hálfgerður bjáni. En þá hugsa ég bara í leiðinni: - Ég er þó enn sæmilegur til heilsunnar..
Á þennan hátt lýsti Flosi Ólafsson, leikari, skáld, hestamaður með meiru, sjálfum sér í bókinni Í Kvosinni. Hægt er að fræðast um Flosa á Wikipedia.org.
Þegar ég las þetta fannst mér eins og Flosi væri að lýsa mér. Meinlaust grey. Svolítið Illkvittinn. Geri ekki flugu mein. En þeir sem þekkja mig ekki halda yfirleitt að ég sé illmenni.
Endirinn er stórkostlegur og á eflaust við marga.
Stundum hef ég, svona með sjálfum mér, verið að óska þess að ég væri svolítið gáfaðri en ég er, því satt að segja er nú hálfgerður bjáni. En þá hugsa ég bara í leiðinni:
- Ég er þó enn sæmilegur til heilsunnar.
Þegar ég var að skrifa þetta þá kom upp í kollinn á mér nafni minn Gnarr. Eru þeir Flosí Ólafsson og Jón Gnarr ekki svipaðir karakterar og auðvitað báðir snillingar.
Kv
Jón Þorbjörnsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2010 | 14:10
Er allt að verða vitlaust.
Kvenfólkið í Borgarstjórn er að gera allt vitlaust út af einhverju gríni sem Borgarstjórinn Jón Gnarr lét út úr sér. Mig grunar að þetta lið sem hefur svona harða afstöðu gegn klámi séu innst inn mestu perrarnir. Það er alþekkt að þeir sem taka hörðustu afstöðuna gegn hommum eru oft hommar sjálfir. Mikið sé ég eftir að hafa ekki kosið Besta flokkinn.
Sjúklingarnir á Útvarp Sögu eru í stríði við Eið Málfarsmola Guðnason af því að hann er að reyna að segja sannleikann um Útvarp Sögu. Að vísu hef ég ekki hlustað á þá stöð í nokkur ár fyrir utan hálf tíma hlustun fyrir ca mánuði og það staðfesti fyrir mér að sjúklingarnir eru ennþá sprelllifandi.
Einhver vitleysingur í Færeyjum gerir allt vitlaus vegna þess að hann vill ekki sitja borðhald með Jóhönnu Sigurðardóttur vegna þess að hún er örlítið pínu pons samkynhneigð. Er einhver ástæða til að hlusta á svona vitleysing og veita honum alla þessa athygli sem hann er búinn að fá.
DV er svo sannarlega búið að nýta Biskupsperramálið. Þeir eru búnir að stórbæta bæta eigið met í endurnýtingu frétta. Er ekki komið nóg í umfjöllun um þetta dapurlega mál.
Össur Skarpi og Steingímur J eru orðnir eitthvað leiðir á samstarfsmönnu þrátt fyrir að þykja vænt um þá. Mikið skil ég þá og tek undir með Steingrími að það sé dapurlegt að menn eins og Þór Saari og reyndar miklu fleiri skuli vera a Alþingi.
Fuglahvíslið er samt við sig. Berjast eins ljón gegn Þorgerði Katrínu og Gulla Þór og auðvitað öllum þeim sem eru ekki í sama liði og DO og þeim sem eru stuðnings menn þess að kanna hvað aðild að ESB hefur upp á að bjóða.
Síðan er það átakanlega sorglegt hvað góðærið hans Steingríms var stutt. Síðasta grein hans í Fréttablaðinu var varla komin inn um bréfalúguna þegar Hagstofan tilkynni að meint góðæri var bara plat.
Bráðlega fer stóri farsinn af stað. Blóðþyrstu hundarnir berjar fyrir því að kalla til Landsdóm og rétta yfir fyrrverandi ráðamönnum. Það er svo sem mátulegt á suma þeirra en ég er ekki vissu um að samfélagið þoli þá umræðu sem mun fylgja því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2010 | 11:20
Aðstoðarmaður aðstoðarmanns ráherra.
Það er svolítið skrítið með alla þessa aðstoðarmenn ráðherra og þingmanna. Sérstaklega er það undarlegt þegar horft er til þess að á skrifstofu Alþingis eru 120 starfsmenn.
Þegar menn verða ráðherrar taka þeir við heilu ráðuneyti með manni og mús. Ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri og svo framvegis. Til hvers þarf að bæta við aðstoðamanni ráðherra inn í þennan pakka. Er hlutverk hans að ná í kaffi fyrir ráðherra eða vera honum til skemmtunar eða sjá um tengsl ráðherrra við einkabílstjórann.
Kemur ekki að bráðum að því að aðstoðarmaður ráðherra þurfi aðstoðarmann.
Það er svo alveg ótrúlegt hvernig þetta kerfi allt þenst út nánast sjálfkrafa og aldrei dettur nokkurm manni í hug velta fyrir sér af hverju við þurfum þetta gríðarstóra stjórnkerfi. Við sem erum rétt rúmlega 300 þúsund sem búum hérna.
Er ekki kominn tími til að segja STOPPPPPPPP. Þurfum við ekki að endurmeta stöðuna.
kv
jth
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2010 | 12:28
Stofnanir fullar af fólki.
Það hefur verið í umræðunni að starfsmenn bankanna séu jafnmargir og fyrir hrun. Ef svo er þá hljóta að vera ansi margir bankastarfsmenn sem hafa lítið að gera. Ég hef ekki neinn áhuga á að telja starfsmenn bankanna sérstaklega en settist þó niður og fletti upp á nokkrum fyrirtækjum og stofnunum og reyndi átta mig á hvað eru margir starfsmenn hjá þeim.
Þetta er nú frekar auðveld rannsókanarvinna. Heimasíður flestra fyrirtækja eru mjög góðar og á þeim er venjulega flipi sem heitir Um fyrirtækið og þar undir kemur venjulega annar flipi sem er Starfsmenn. Þetta gerði ég og varð alltaf jafnhissa á því hvað það eru margir starfsmenn hjá stofnunum eða samtökum sem ég skoðaði.
Það er gríðarlegur fjöldi sem stafa hjá verkalýðsfélögum og lífeyrissjóðum og afleiddum stofnunum. Það er gott að þeir peningar sem við greiðum til stéttarfélaga og lífeyrissjóða séu atvinnuskapandi. En svona í fullri alvöru getur ekki verið að það sé skynsamlegt að hagræða í þessari starfsemi. Ég veit að það hefur verið gert en það má eflaust gera betur. Kennarasamband Íslands er með 31 skráðan starfsmann.
Á Biskupstofu eru skráðir 37 starfsmenn, einhverjir af þeim í hlutastörfum en ég sá hvergi vandræðaprestana sem eru í sérverkefnum sem eru eflaust nokkrir. Hvað er það sem yfirstjórn kirkjunnar gerir sem krefst svona margra starfsmanna? Síðan eru starfandi prestar á annað hundrað.
Á Einkaleyfastofu eru 30 starfsmenn. Ég vissi varla að þessi stofnun væri til.
Nýtt embætti Umboðsmanns skuldara er með 31 starfsmann.
Umboðsmaður Alþingins 9 starfsmenn.
Jarðvísindastofnun Háskólans 51 starfsmann.
Náttúrufræðistofnun 48 starfsmenn.
Fangelsismálastofnun 16 starfsmenn, fangaverðir ekki taldir með.
Umferðastofa 54 starfsmenn.
Orkustofnun 35 starfsmenn. Ég vissi ekki að það væri nokkur starfsemi eftir í þeirri stofnun.
Umboðsmaður barna 4 starfsmenn.
Vinnueftirlitið 60 starfsmenn.
Veðurstofa Íslands 120 starfsmenn.
Lýðheilsustöð 23 starfsmenn.
Alþingismenn 63 starfsmenn.
Skrifstofa Alþingis 130 starfsmenn
Héraðsdómur Reykjavíkur 53 og Hæstiréttur 20 og svo eru héraðsdómar úti á landi fremur fámennir. Það kemur mér að vísu á óvart starfsmenn dómskerfisins skulu ekki vera fleiri.
Ég gat ekki fundið út hvað margir starfa hjá Vinnumálastofnun en það hlýtur að vera dágóður fjöldi.
Síðan er til fullt af stofnunum sem fæstir vita að er til. Allt er þetta sennilega bráðnauðsynleg starfsemi og starfsfólkið sennilega að vinna mikilvæga vinnu. En mér finnst svona eins og það sé aðeins og mikið í lagt á sumum sviðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2010 | 21:58
Hverjir standa að síðunni IcelandTalks.net?
Ég var að ráfa um á netinu og endaði inni á ótúlegri fréttasíður sem fjallar um íslensk málefni á ensku. Eftir að hafa flett aðeins í gegnum síðuna varð ég alveg rasandi á dómhörku, illgirni og ómálefnalegum fréttaflutningi. Það eru engir aumingar sem standa að þessari síðu því hún er vel gerð og greinarnar vel skrifaðar, en málefnalega er óneyntanlega mikil slagsíða á henni, svona svipuð og öll innskot á Eyjunni væru skrifuð af fólki í andlegu jafnvægi og með góðan ritstíl.
Slóðin er http://icelandtalks.net og tengist einnig einhverju fyrirtæki sem ég get ekki séð að sé skráð á Íslandi Nestor Media. Það er ljóst að höfundar hafa passað rækilega að ekki sé hægt að sjá á síðunni hverjir standa að henni.
Getur einhver upplýst mig um það hverjir standa að þessari fréttasíðu eða hverjir standa að fyrirtækinu Nestor Media?
Það er alveg ljóst að það er ekki einstaklingur sem stendur að þessari síðu, það er fyrirtæki eða samtök sem þurfa að beina kastljósinu í ákveðinn farveg.
kv Jón Þorbjörnsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2010 | 14:51
Einkennilegur gjaldmiðill.
Í fréttum RÚV í dag og í gær var þessi sorglega frétt.
Áratugagamalt framleiðslufyrirtæki sem staðið hefur í samingaviðræðum við Arion banka vegna gengisláns sem hefur margfaldast vegna gengishrunsins hefur nú gefist upp á viðræðum við bankann. Fyrirtækið er í góðum rekstri og hefur margfaldað afkomu sína á síðustu árum. Fyrirtækið skuldaði bankanum 300 milljónir króna og ræður vel við að greiða þá skuld en nú stendur lánið í 11 hundruð milljónum króna vegna hruns krónunnar -og það ræður fyrirtækið ekki við. Stjórnendur fyrirtækisins vilja ekki að nafn þess komi fram vegna viðskiptahagsmuna.
Nú væri gaman ef fréttastofa RÚV upplýsti okkur almúgann í hvað mynt lánið er. Ég veit ekki um neina mynt sem hefur styrkst svona mikið gagnvart ISK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2010 | 13:45
Óli Björn, bankarnir og Framtakssjóður.
Í umræðu á Alþingi gagnrýndi Óli Björn Kárason harðlega kaup Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna á eignarhaldsfélagi Landsbankans, Vestia. Að hans mati er augljóst að við söluna gekk bankinn þvert á eigin starfsreglur um gegnsæi og opið ferli við sölu fyrirtækja og auk þess er varhugavert og ámælisvert að lífeyrissjóðirnir eignist fjölda fyrirtækja að fullu. Þetta á ekki síst við ef um er að ræða fyrirtæki í samkeppnisrekstri," segir Óli Björn og bendir á að slíkt muni skekkja samkeppnisstöðu og iðgjöld starfsmanna fyrirtækja í samkeppni við fyrirtæki í eigu Framtakssjóðsins nýtt til að efla keppinautana.
Það var nauðsynlegt að taka þessa umræðu á Alþingi. En það sem var sorglegast við umræðuna er að Steingrímur og fleiri alþingismenn sem tjáðu sig virðast ekki skilja hvað samkeppnismarkaður er.
Ég er svo sem ekkert hissa á því að Steingrímur, Álfheiður Ingadóttir og fleiri alþingismenn vita ekki hvað það er að vera í fyrirtækjarekstri á samkeppnismarkaði og skilja ekki að samkeppnislög þurfa að virka.
Lögmálið í þessum rekstri er að vera stöðugt vakandi fyrir því hvað önnur fyrirtæki eru að gera og bregast síðan við eins fljótt og mögulegt er til að halda stöðu fyrirtækisins og tryggja að það eigi lífdaga fyrir höndum. Tryggja starfsmönnum atvinnu og hafa getu til að greiða þeim laun. Þeir sem ekki standa sig verða gjaldþrota.
Þessi barátta sem stjórnendur fyrirtækja í samkeppnisrekstri heyja er ekki það sem stjórnendur og starfsmenn hjá hinu opinbera læra eða geta skilið. Að það sé ekki talað um þingmenn sem árum saman hafa gengið að sínum launum og hlunnindum hverning sem árar í samfélaginu.
Það er ekki alveg sama hvar lífeyrissjóðirnir bera niður í fjárfestingum sínum. Fyrirtæki í almannaeigu með ógrynni fjár eiga ekkert með að blanda sér í rekstur á markaði þar sem nóg er til af fyrirtækjum til að halda upp samkeppni. Það raskar jafnvægi á markaði og getur leitt til þess að fyrirtæki verði gjaldþrota vegna framgöngu Framtakssjóð. Þetta þurfa allir alþingismenn að skilja.
Að sjálfsögðu á Samkeppniseftirlitið að sjá til þess að það gerist ekki. En því miður virðist Samkeppniseftirlitið vera steindauð stofnun og gagnslaus með öllu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2010 | 22:07
ESB og trúarbrögð
Þeir sem standa lengst til vinstri og hægri í íslenskri pólitík eiga það sameiginlegt að vera algerlega á móti aðild að ESB. Rökin eru aðallega að með aðild afsölum við okkur fullveldinu og siðan hagsmunir sjávarútvegs og landbúnaðar.
Þó virðist mér það vera aðallega vera einhver trúarbrög að vilja ekki ganga í ESB og þaðan af síður að kanna kosti og galla við þá ákvörðun.
Eins og í hverju trúfélag er betra af trúa fyrst og þegar trúin er orðin staðföst geta menn farið að skilja hvað liggur að baki. Sannkristnir menn eiga betra með að skilja sannleik Biblíunnar en ókristnir eða illa kristnir. Enhver veginn er ég viss um að Gunnar í Krossinum skilur þetta vel. Sjálfstæðismenn hafa verið aldir upp eftir þessari Bibíuskoðun um að allt sé vont í ESB, en þeir skulu sko ekki reyna að komast að því hvað það er sem er svona hræðilega vont.
Á Alþingi Íslendinga er ungur og bráðefnilegur þingmaður. Virðist vera vel gefinn, mælskur og frambærilegur í alla staði. Hann segir það blákalt að það sé alveg sama hvað kemur út úr aðildarviðræðum að ESB, hann muni alltaf vera á móti aðild Íslands að ESB.
Ætli þessi drengur hafi alist upp hjá Gísla í Uppsölum? Hvaða afdalamennska er þetta?
Það að vilja ekki kanna kosti og galla við ESB er svipað og vilja ekki lifa í nútímanum.
Jón Þorbjörnsson
Bloggar | Breytt 5.9.2010 kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2010 | 12:39
Er Finnbogi Jónsson með fulle femm?
Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Framtakssjóðs var í viðtali á Hrafnþingi hjá Yngva Hrafni á ÍNN fimmtudaginn 2. ágúst.
Yngvi Hrafn spurði hann um fjárfestingu sjóðsins í Vestía og gerði harða atlögu að Finnboga þar sem þetta hlyti að valda ójafnvægi á markaði og tiltók Húsasmiðjuna(HS) sem dæmi á móti hagsmunum BYKO og Múrbúðarinnar og fleiri byggingavöruverslana. Finnbogi átti erfitt með að svara Yngva, en reyndi eftir bestu getu, en þarna féll Finnbogi á prófinu og skeit upp á bak. Rökstuðningur hans fyrir kaupum á Húsasmiðjunni og Plastprenti og nokkurm tölvufyrirtækjum er ekki boðlegur.
Sérstaklega varð þeim félögum tíðrætt um Húsasmiðjuna. Finnbogi mótmælti ekki þeirri fullyrðingu Hrafns um að Landsbankinn þarf að greiða með Húsasmiðjunni a.m.k. 500 mkr og með Plastprent 1.000 mkr. Finnbogi sagði að ef HS færi á hausinn þá tapaði öll þjóðin og starfsmenn BYKO einnig. En hann gerir sér engan veginn grein fyrir að BYKO eins og önnur fyrirtæki hefur fækkað starfsmönnum hjá sér veruleg. Á meðan er HS að fá rekstrarstyrki frá Landsbanka. Vill Finnbogi þá meina að starfsmenn HS séu verðmætari og rétthærri en starfsmenn BYKO sem búið er að segja upp? Það sama á við um starfsmenn í plastiðnaði og tölvugeira, en svo virðist sem sumir starfsmenn og fyrirtæki séu rétthærri en aðrir.
Finnbogi virðist ekki gera sér grein fyrir að hann er að nota almannafé til að raska samkeppni á markaði og virðist ekki hafa hugmynd um að það er í hæsta máta óeðlileg inngrip sem í senn eru ósanngjörn og leiða að lokum til hærra vöruverðs og verri afkomu samkeppnisaðila og jafnvel til þess að þeir verði gjaldþrota.
Raunveruleikinn er sá að í þenslunni sem fylgdi góðærinu var mikil gróska í verslun og þjónustu og fyrirtæki aðlöguðu sig að eftirspurninni. Við hrunið snarminnkaði eftirspurn og verslunarfyrirtækin hafa þurft að draga saman seglin og segja upp starfsfólki. Er eitthvað óeðlilegt að einhver fyrirtæki hverfi af markaði svo þau sem hafa spjarað sig geti haldið lífi? Eða er það eitthvað sérstakt markmið Framtakssjóðs að fella þau fyrirtæki sem ennþá lifa?
Finnbogi beit síðan höfuðið af skömminni með því að benda á enginn hafi kvartað þegar Framtakssóður fjárfesti í hlutabréfum Icelandair og taldi sig vera að réttlæta kaup á HS þar sem eigandi BYKO hafi ekki gert athugasemd vegna kaupa Framtakssjóðs á hlutabréfum í Icelandair og hafi þar með bjargað því fyrirtæki.
Finnbogi virðist ekki gera sér grein fyrir að flugrekstur og byggingarvöruverslun eru ekki sambærilegar atvinnugreinar. Icelandair er leiðandi fyrirtæki í flugsamgöngum Íslendinga og samræmist því fjárfestinarstefnu Framtakssjóðs. Það eru mörg fyrirtæki sem starfa á byggingavörumarkaði og framleiðslu á plastumbúðum og að það sé ekki minnst á tölvumarkaðinn þar sem allt er vaðandi í góðum fyrirtækjum. Það er enginn ástæða fyrir lífeyrissjóðina að hasla sér völl á þessum mörkuðum með því að endurvekja dauðvona fyrirtæki, nema að það sé metið þannig að starfsmenn sumra fyrirtækja séu rétthærri en aðrir.
Verðum við ekki að gera þá kröfu til þeirra sem fara með almannafé að þeir hafi skilning á hvötum hagkerfisins. Skilning á framboði og eftirspurn og hvað kraftar það eru sem skapa sterkt hagkerfi. Það er alveg ljóst að kommúnísk hagfræði er nánast dauð, en því miður eru þessu kaup Framtakssjóðs á Vesti lifandi dæmi um að lengi lifir í glæðunum.
Við Íslendingar eigum kröfu til þess að starfsmenn í opinberri stjórnsýslu og þeir sem fara með almannafé reyni að starfa af skynsemi og reyni ekki ekki að raska þeim lögmálum sem knýr hagkerfið áfram.
Stjórn Framtakssjóðs skipa: Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, Auður Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, Baldur Þór Vilhjálmsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi alþingismaður, Ragnar Önundarson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, og Vilborg Lofts, rekstrarstjóri heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.
Ég trúi því og veit að þessir stjórnarmenn eru afbragsfólk upp til hópa og sumir hafa verið talsmenn frjálsrar samkeppni. Ég trúi ekki öðru en að þetta fólk stöðvi þennan gjörning sem er að mínu viti algert glapræði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2010 | 11:13
Vandræði Jóhönnu
Forsætisráðherran okkar hún Jóhanna Sigurðardóttir er eins og leikskólakennari sem börnin á leikskólanum eru löngu hætt að hlíða. Nú hefur hún ákveðið að gera lokatilraun til að láta þau hlíða sér. Ögmundur verður aftur gerður að ráðherra. Jóhanna veit hann er leiðtogi óþægu barnanna og með þvi að gera hann ábyrgan leiðtoga eru meiri líkur á að hann pissi út úr tjaldinu í stað þess að pissa inn í það eins og hann hefur gert undanfarið.
Ögmundur er að því er ég held hugsjónamaður greindur og góður maður. En ég held að það væri hepplegra fyrir þjóðina að hann stofnaði sinn eiginn flokk. Stefnumál flokksins yrðu eflaust göfug og góð þar sem einlægur vilji væri til að hjálpa lítilmagnanum. En eðli flokksins yrðir að færa allt samfélagið aftur til fortíðar. Þetta samsvarar sig við stefnuskrár gömlu kommúnistaflokkanna. Banna allt sem okkur finnst göfugt og gott en hampa því sem okkur finnst vont.
Það er ávinningur að fá Guðbjart Hannesson í ríkisstjórn, enda sonur Hannesar Þjóðbjörnssonar sem var indæll kall. Guðbjartur hefur sýnt að hann vinnur af samviskusemi og einlægni. En ég get ómögulega séð hvað Möller gerði sem réttlætir að hann sé rekinn úr liðinu.
En það er alvarlegra mál hverjir falla ekki út úr ráðherraliðinu. Ég get ekki skilið að ráðherra sem er með skilning og skoðanir á málum og málefnum eins og nú sé árið 1930 skuli sitja sem fastast. Að vísu hefur hann nokkra jafningja sem skynja samtíman á sama hátt og hann. Þar fer fremstur í flokki afdaladrengurinn Daðason. Þessir aðilar áttu sér samherja, Guðbjart Jónsson (Bjart í Sumarhúsum) sem átti sér það markmið að vera sjálfstæður.
Stutt lýsing af Bjarti í Sumarhúsum tekin af Wikipediu og ég get ekki betur séð en að hugmyndafræði hans lifi góður lífi.
Bjartur í Sumarhúsum (Guðbjartur Jónsson) er skáldsagnapersóna í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness.
Sagan hefst á því að Bjartur, sem hefur verið vinnumaður á stórbýlinu Útirauðsmýri í 17 ár og látið sig dreyma um að vera sjálfstæður fær tækifæri til þess þegar hann er keyptur til að taka að sér konu sem er þunguð eftir annan mann. Hann kaupir lítið, afskekkt kot, gefur því nafnið Sumarhús og flytur þangað með Rósu konu sína og nokkrar kindur. Bjartur er þver og sjálfstæður bóndi sem hugsar fyrst og fremst um kindurnar sínar og metur þær og sjálfstæðið meira en allt annað. Honum þykja kindurnar gefa sér sjálfstæði.
Bjartur er einþykkur, hryssingslegur og ofbeldisfullur, fer illa með alla sína nánustu, hagar sér eins og einræðisherra og hugsar aldrei um þarfir annarra en sjálfs sín. Eiginkonur Bjarts, fyrst Rósa og síðar Guðfinna, vija fá kú á bæinn til að geta fengið mjólkursopa á hverjum degi en það finnst Bjarti hinsvegar fásinna því bölvuð beljan mundi éta allt heyið frá rollunum, eins og hann segir.
Hann berst alla ævi við að halda svokölluðu sjálfstæði sínu en færir fyrir það miklar fórnir og í sögulok hefur hann tapað öllu og er á leið enn lengra inn í heiði, á enn aumara kot, með dauðveika fósturdóttur sína, Ástu Sóllilju, og börn hennar. Segja má að eftirfarandi tilvitnun í lokakaflann beri í sér kjarnann í sögunni: Það er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)