Færsluflokkur: Bloggar
20.3.2007 | 16:54
Ég þarf að prófa þetta.
Nú er komið að mér.
Ég hef í gegnum tíðina ekki haft neina sérstaka þörf á að tjá mig þannig að það birtist opinberlega. En það er ljóst að blogg er opinber birting á skoðun og því þörf á að vanda málfarið og reyna að vera með eins lítið af stafsetningavillum og ég er maður til. Ég skorðaði aldrei hátt í stafsetningu í skóla frekar en öðrum námsgreinum.
Það er ekki ætlunin að verða landsþekktur bloggari en þó mun ég kynna þetta fyrir vinum og vandamönnum.
Ég er einn af þeim sem er með einu réttu skoðunina á málefnum dagsins. En hef ekki vílað fyrir mér að hafa eina skoðun í dag og svo aðra á morgun. Ég er ekkert sérlega stefnufastur og þaðan af síður samkvæmur sjálfum mér í skoðunum. Hef þó haldið mig við að kjósa svona að mestu einn flokk en hef þó gert undantekningu. Ég hef boðað það að ég muni aldrei kjósa Framsóknarflokkinn, en mér lýst vel á Jón Sigurðsson og ef til vill endar það með því að ég kjósi hann. Ætli þetta sé ekki síðastu kosningarnar sem Framsóknarflokkurinn bíður fram.
Það skiptir svo sem ekki miklu mál hvað maður kýs. Þegar á hólminn er komið þurfa allir stjórnmálamenn að glíma við sömu vandamálin og ég held að allir munu reyna sitt besta til að bæta hag landsmanna og það sé aðeins stigsmunur á mönnum eftir flokkum, ekki eðlismunur. Helst að ég hafi ekki trú á ungum og afspyrnuefnilegum konum sem boða kynjakvóta á öllum sviðum þjóðlífsins. Í gegnum tíðina hafa svona baráttujaxlar komist í sviðsljósið en þær hafa tilhneiginu til að hverfa snögglega. Ég held að þetta tengist hinni hliðinni á þunglyndi þ.e. maníunni, það eru margir ansi kröftugir þegar þeir eru í manísku ástandi.
Eins og ég sagði hér að ofan hef ég hina einu sönnu skoðun á mönnum og málefnum og tel það ekki eftir mér að hafa sérfræðiálit á nánast öllu. Ég er góður spámaður, sérstaklega ef það á við það liðna en á erfiðra með að spá í framtíðina.
Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og væri sjálfur nokkuð góður íþróttamaður ef ég gæti losnað við nokkuð mikið af aukakílóum.
Fyrsta skoðun mín sem ég birti opinberlega. (og enginn les, ég mun þó hringja í nokkra vini mína og láta þá lesa þessa visku)
Er ekki kominn tími til að flytja nokkrar opinberar stofnanir úr miðbænum og á staði þar sem hægt er að leggja bílum í nágrenni þeirra. Tryggingarstofnun, Tollstjórinn, RSK, Lögreglustöðin og fleiri stofnanir eru afar illa staðsettar og að auki í gömlu og hálfónýtu húsnæði. Væri ekki viturlegt að færa þessar stofnanir austar í borginni þar sem aðkoma er þokkaleg, byggja þar almennilegt stjórnsýsluhverfi. Þetta hverfi gæti verið austan Elliðaár.
kv jþ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2007 | 15:46
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)