Færsluflokkur: Bloggar

Er það frasi að hjól atvinnulífsins þurfi að snúast?

Fyrir tæpum fimma áratugum hófst svokölluð Menningarbylting í Kína. Hún var liður í valdabaráttu sem stöðugt átti sér stað í gömlu kommúnistaríkjunum og Kína var þar engin undantekning.  Byltingin var einhvers konar skrílsháttur þar sem börnum og unglingum var stýrt af eiginkonu Maó gamla og hennar klíku til að berja á forfeðrum sínum og öllu sem þótti gamalt og þjóðlegt.  Þessi bylting endaði með ösköpum, allt framleiðsluferli landsins var stórlaskað sem síðan leiddi af sér mikla hungursneyð í landinu.

Á Íslandi í dag er í gangi  bylting auðnuleysingjanna.  Auðnuleysingjarnir sem gjarna telja sig tilheyra Nýja Íslandi hafa tekið völdin og ráðast gegn öllum þeim gildum og verðmætum sem þjóðin í Gamla Íslandi hafði skapað og tileinkað sér á áratugum.  Allt niðurbrot er réttlætt sem nauðsynleg endurbót vegna efnahagshrunsins sem kristallaðist í hruni bankanna í október árið 2008.

Stórbrotnasta birtingarmynd þessa er að Auðnuleysingjunum finnst það vera frasi að hjól atvinnulífsins þurfi að snúast. 


Brjálaðir stríðsherrar

Þann 1.5.2007 skrifaði ég eftirfarandi pistil á bloggið mitt.

 ----------------------

Nú er búið að semja skýrslu þar sem framganga Ísrealshers í innrás í Líbanon í fyrra er harðlega gagnrýnd. Aðallega er forsætisráðherran Ehud Olmert gangrýndur fyrir að skipulag og markmið fyrir innrásinni hafi ekki verið til. Ég er ekki ennþá farinn að sjá hvort gagnrýnin snúist um það að Ísrealar hafi ekki náð að drepa nógu marga og ekki náð að valda nógu miklum skemmdum eða öfugt. Hvort sem nú er, þá man ég að það vantaði ekkert á að Ísrealasher hafi náð að sprengja í loft upp nánast það sem hann vildi og dreifa klasasprengum yfir íbúðabyggð sem er almennt fordæmt hjá siðuðum þjóðum. Þeir sáu sig knúna til að eyðileggja samgöngukerfi og aðra innviði samfélagsins sem þeir réðust á. Olíutanka sprengdu þeir í loft upp og olína rann út í sjó þar sem er vinsæl baðströnd og höfn fyrir smábáta. Ég get ekki betur séð en þeim hafi vel tekist til í eyðileggingu og ekki sæmandi að gagnrýna herinn fyrir að hafa verið máttlítill á því sviði. Það tókst að sprengja Líbanon nokkra áratugi aftur í tímann eins gáfulegt og það nú er. Litli Bush forseti vinarþjóðar okkar og þjóðar sem við mörg hver lítum upp til hefur með ráðum og dáð stutt allt það brjálæði sem Ísraelum hefur hugkvæmst. Er það ekki augljóst að háttarlega Ísraela er orsök þessa hræðilega ástands sem er viðvarandi við botn Miðjarðarhafsins? Er engin von til þess að vestrænar þjóðir geti beitt sér til að hemja hernaðarveldið Ísrael?Hvernig í ósköpunum stendur á því að Bush er ekki búinn að gera innrás á Kúpu?  Hvað hefur haldið aftur af honum?

Kveðja

 

Fyrir ári síðan endurtóku Ísrelsmenn leikinn og sprengdu upp Gazaströndina og réttlæta það með því að það þurfi að uppræta Hamassamtökin.  Aftur hefur verið samin skýrlsa um stríðsglæpi Ísrelsmanna og einnig andstæðinga þeirra. Þúsundir saklausra borgara láta lífið. Frá hinum siðmenntaða heimi heyrist hjáróma rödd „Ísrelsmenn þig megið þetta ekki, skamm skamm“.  Svo gleymist þetta á örskömmum tíma.

Skömmina náðu Ísrelsmenn að fullkomna með því að drepa tug manna sem ætluð að færa fólki á Gazaströndinni nauðþurftir.

Hvað villimennska er þetta?

Hefur nýr forseti í USA, Obama ekkert við þetta að athuga?

Hefur heimurinn ekkert við þetta að athuga?

Kveðja


Have you left no sense of decency?"

Joseph Welch lét eftirfarandi orð falla þegar honum ofbauð málflutningur  Josephs McCarthys þegar kommúninstaofsóknirnar í Bandaríkjunum stóðu sem hæst og urðu að lokum til þess að fella McCarthy sem hafði verið leiðandi í því ofsóknaræði sem gekk yfir landið á árunum 1953-1955."Let us not assassinate this lad further, Senator.... You've done enough. Have you no sense of decency, sir, at long last? Have you left no sense of decency?"

 

Sagan endurtekur sig aftur og aftur og á Íslandi í dag er það orðið sérstök dyggð stjórnmálamanna og fréttamanna,  sérstaklega þeirra sem skýla sér á bak við nafnleynd á bloggsíðum að vega að andstæðingum sínum á svipaðan hátt og McCarthy byggði sinn málfluting á. Ráðast á andstæðinga með rógi og illmælgi og gamla baráttuaðferðin „let them deny“ er í heiðri höfð. Mér finnst eins og aumingjarnir hafi tekið völdin á Íslandi þannig að það hefur farið fram einhvers konar Aumingjabylting.

Sérstaklega hefur Fuglahvíslið á AMX beitt aðferðafræði McCardys og fleiri óþokka af af stakri snilld. Og það eru fleiri sem gefa þeim ekkert eftir þó að þeir komi fram undir nafni og telja fólki trú um að þeir séu fulltrúar réttlætis og heiðarleika.  DV hefur einstakt lag á að búa til uppsláttarfréttir sem oftar en ekki eru byggðar á veikum grunni.

Foringar þessarar eyðingarafla eru áberandi í samfélaginu, þeir eru á Alþingi, þeir eru í fjölmiðlum, þeir eru í ríkisstjórn og þeir halda sig bloggheimum.  Þeir næra örvæntingarfullt fólk, sjúklinga, aumingja og gjaldþrota fólk af alls lags fullyrðingum um óheiðarleika stjórnvalda og fyrirmenna í atvinnulífi.

Nú á miðju ári 2010 hafa eyðingaröflin með aumingja að hætti McCarthy‘s í fararbroddi náð völdum í landinu knúin áfram af efni  galinnar skýrslu sem Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði af sér í vor. Í skýrslunni vondu er allt dregið fram á sem neikvæðastan hátt og allir sem koma við sögu er gerðir að glæpamönnum.  Síðan kemur sérstök siðferðiskýrsla sem úrskurðar, að allt sem okkur þótti aðdáunarvert og gott skuli vera glæpsamlegt og vont. 

Það sem er sameiginlegt með kínverku Menningarbyltingunni og íslensku Aumingjabyltingunni er að það eru afskaplega fáir sem voga sér að standa upp og mótmæla því sem er að gerast. Varðliðar byltingarinnar, aumingjarnir og sjúklingarnir sá til þess að sérhver sá sem reynir að andæfa, fær yfir sig vaðal að fúkyrðum og óhróðri. Þannig má segja að skynsemi þjóðarinnar sé haldið í gíslingu aumingjanna. 

Have you left no sense of decency?

Lottókarlinn Eiður Guðnason

Eiður Guðnason telur að fleiri eigi að fá hluta af lottóhagnaði en ÍSÍ,  UMFÍ og fatlaðir. Eiður vill að einhver hluti af hagnaðinum eiga að fara í menningu og listir. Honum er frjálst að hafa þá skoðun að of stór hluti af lottóhagnaði renni til fatlaðra, ÍSÍ og UMFÍ.

Mér fannst það ómaklegt hjá Eiði að ráðast á íþróttahreyfinguna þegar hann var að rökstyðja skoðun sýna. Ég er ekki viss um að Eiður þekki vel til innan íþróttahreyfingarinnar. En hann veit amk að það er eitthvað af útlendingum sem taka þátt í kappleikjum á Íslandi og hann er sannfærður um að lottópeningarnir séu notaðir til að standa straum af kostnaði við þá.

ÍSÍ og UMFÍ eyddu ca 20 árum í að deila um skiptingu lottóhagnaðar innan sinna sambanda. Fyrir nokkrum árum virtust menn átta sig á að þetta eru ekki svo miklir fjármunir að tveir áratugir voru nægur tími til að deila um skiptingu lottóhagnaðar.

kv jth


Bubbi bullar bitur.

Bubbi var með flotta tónleika á Þorláksmessu. En þó var einn galli við tónleikana. Bubbi var með mikil ræðuhöld á milli laga. Hann skaut föstum skotum í allar áttir og greinilegt að hann telur sig vera handhafa sannleikans.  Mér fannst stundum sem Bubbi væri að breytast í vitringinn Egil Helgason eða að hann væri að undirbúa óvænt atriði þar sem Egill kæmi svífandi niður á sviðið og hafnaði í fanginu á Bubba, en hvorugt gerðist. Sennilega tæknilega óframkvæmanlegt. Bubbi hafði þó vit á því í lokin að, svona allt að því, að biðjast afsökunar á bullinu í sér.

Bubbi virkar á mig sem mjög bitur maður sem harmar að innkoma hans í hóp auðmanna var stutt og endaði illa eftir þvi sem má skilja á orðum hans. En Bubbi er snillingur og eru allir vegir færir og verður sennilega fjótur að vinna sig út úr fjárhagslegum vandræðum.

Það gerist gjarnan ef maður hefur lennt á fylleríi og blaðrar einhverja vitleysu að maður vakni daginn eftir með léttan móral og skammist sín fyrir bullið. En Bubbi bullar allsgáður og fær engan móral.

kv jth


Notkun öryggisbelta í bifreiðum

Umræðan í þjóðfélaginu er fjölbreytileg.

Fyrir um það bil 25 árum síðan var hart tekist á um það hvort það væri eðlilegt að skylda ökumenn og farþega í bifreiðum til að nota bílbelti/öryggisbelti. Töluverður hópur fólks var á móti þessu og bar við ýmsum vankostum svo sem ef menn keyrðu fyrir björg eða út í á, þá gætu þau torveldað björgun.

Í dag nota langflestir bílbelti og enginn kvartar yfir þeim. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður sé í dag mótfallinn notkun þeirra eða efast um gildi þeirra.

Spennið beltin.

kv Jth


Þorsteinn Pálsson á réttri leið.

Það er eins og það séu einhver trúarbrög að vilja ekki ganga í ESB og þaðan af síður að kanna kosti og galla við það. Sturla Böðvarsson virðist vera einn af mörgum  í þessu trúfélagi. Það kemur svo sem ekkert á óvart að stór hluti sjálfstæðismann skuli vera á sömu skoðun og Sturla.

Eins og í hverju trúfélag er betra af trúa fyrst og þegar trúin er orðin staðföst geta menn farið að skilja hvað liggur að baki. Sannkristnir menn eiga betra með að skilja sannleik Biblíunnar en ókristnir eða illa kristnir. Enhver veginn er ég viss um að Gunnar í Krossinum skilur þetta vel. Sjálfstæðismenn hafa verið aldir upp eftir þessari Bibíuskoðun um að allt sé vont í ESB, en þeir skulu sko ekki reyna að komast að því hvað það er. 

Á Alþingi Íslendinga er ungur og bráðefnilegur þingmaður. Virðist vera vel gefinn, mælskur og frambærilegur í alla staði. Hann segir það blákalt að það sé alveg sama hvað kemur út úr aðildarviðræðum að ESB, hann muni alltaf vera á móti aðild Íslands að ESB.

Ætli þessi drengur hafi alist upp hjá Gísla í Uppsölum? Hvaða afdalamennska er þetta?

Það að vilja ekki kanna kosti og galla við ESB er svipað og vilja ekki lifa í nútímanum.

Jón Þorbjörnsson

 


Stóra skuldabréfamálið í Glitni

Hvað er eignlega að gerast hjá Skilanefnd Glitnis.

Ég hélt að Árni væri fullfær um að staulast í gegnum bókhaldið.  Þetta hefur sennilega verið eitthvað grín.


Eru galnir menn sem stjórna sumum þjóðum?

Nú er búið að semja skýrslu þar sem framganga Ísrealshers í innrás í Líbanon í fyrra er harðlega gagnrýnd. Aðallega er forsætisráðherran Ehud Olmert gangrýndur fyrir að skipulag og markmið fyrir innrásinni hafi ekki verið til. Ég er ekki ennþá farinn að sjá hvort gagnrýnin snúist um það að Ísrealar hafi ekki náð að drepa nógu marga og ekki náð að valda nógu miklum skemmdum eða öfugt.

Hvort sem nú er, þá man ég að það vantaði ekkert á að Ísrealasher hafi náð að sprengja í loft upp nánast það sem hann vildi og dreifa klasasprengum yfir íbúðabyggð sem er almennt fordæmt hjá siðuðum þjóðum. Þeir sáu sig knúna til að eyðileggja samgöngukerfi og aðra innviði samfélagsins sem þeir réðust á. Olíutanka sprengdu þeir í loft upp og olína rann út í sjó þar sem er vinsæl baðströnd og höfn fyrir smábáta.

Ég get ekki betur séð en þeim hafi vel tekist til í eyðileggingu og ekki sæmandi að gagnrýna herinn fyrir að hafa verið máttlítill á því sviði. Það tókst að sprengja Líbanon nokkra áratugi aftur í tímann eins gáfulegt og það nú er.

Litli Bush forseti vinarþjóðar okkar og þjóðar sem við mörg hver lítum upp til hefur með ráðum og dáð stutt allt það brjálæði sem Ísraelum hefur hugkvæmst.

Er það ekki augljóst að háttarlega Ísraela er orsök þessa hræðilega ástands sem er viðvarandi við botn Miðjarðarhafsins? Er engin von til þess að vestrænar þjóðir geti beitt sér til að hemja hernaðarveldið Ísrael?

Hvernig í ósköpunum stendur á því að Bush er ekki búinn að gera innrás á Kúpu?  Hvað hefur haldið aftur af honum?

Kveðja


Er körfuboltinn í tilvistarkreppu?

Nú er úrslitakeppni körfuboltans í fullum gangi og ljóst hvaða lið leika í fjögurra liða úrslitum. Ruslið er dottið út. Eftir standa aðeins liðin sem unnu heimavinnuna sína. Heimavinnan fólst í því að velja réttu útlendinga. 

 

Aðalleikarinn er svartur Kani. Það er aðeins heimilt að hafa einn Kana, en með smá útsjónarsemi geta sum lið haft tvo. Svo bætast við tveir næstum-aðalleikarar og þeir eru yfirleitt frá gömlu Júgóslavíu, en einstaka koma frá N-Evrópu. Hvert lið hefur síðan einn til tvo Íslenska leikmenn sem eru taldir aðal-aukaleikarar. Afgangurinn af hópnum  fimm leikmenn sem allir eru íslenskir hafa það hlutverk að sitja á varamannabekknum og hvetja félaga sína til dáða og að sjálfsögðu eru þeir hluti af liðsheildinni þ.e. hópnum sem hópast saman rétt áður en dómarinn setur leikinn af stað. Þeir öskra allir í einum kór eitthvað eitt orð sem getur verið nafnið á félaginu þeirra eða "berrrrrrjumst". Þeir koma stundum inn á völlinn þegar annað lið er komið með svo mikla forystu að úrslit leiksins eru ráðin. En af einhverjum ástæðum er ekki talið æskilegt að aðalleikarinn og helstu aukaleikarar sjái um þann leikþátt. En þetta gerist tvisvar til þrisvar á vetri. Þessi kafli í leikritinu heitir "aukaleikararnir öðlast keppnisreynslu".

Liðið er því byggt þannig upp.

Einn aðal-leikmaður.

Tveir næstum-aðalleikmenn.

Tveir til þrír næstum-aukaleikmenn

Aukaleikmenn (var í gamla daga kallað rest og rusl).

Hvert lið leggur mikið upp úr því að hafa sitt lið svolítið NBA-like. Þjálfarar og aðstoðarmenn eru að jafnaði í jakkafötum með bindi eins og þeir séu að fara í brúðkaup. Þetta atriði er tekið beint úr NBA-leikritinu.  Kynnig á leikmönnu er ekki áhorfendum bjóðandi nema það sé NBA-like stæll á henni með tilheyrandi ljósagangi. Þeir sem ekki geta boðið upp á þetta telja sig ekki hafa náð fullum þroska í að halda heimaleiki og skammast sín fyrir vikið. Þetta getur stundum virst svolítið hjákátlegt þegar leikmenn með öllum aukaleikurum eru fleiri en áhorfendur. Þvi miður eru íslensku keppnishúsin það lítil að ekki er hægt að skjóta upp flugeldum innanhúss eins og í NBA.

Það væri eflaust hægt að halda þessu handriti óbreyttu ef ekki væri fyrir þá staðreynd að það virðist sem einhverjir hafi gefist upp á þessu og leikritið er að verða svolítið leiðinlegt. Áhorfendum fjölgar ekki, það virðist ekki vera að þetta höfði til nema örfárra. Þessi uppsetning er dýr og ég hygg að sumir leikstjórnendurnir (stjórnarmenn deildanna) séu margir orðnir þreyttir á þessu leikriti. Það þarf  að útvega húsnæði fyrir alla þessa útlendinga, bíla og innbú. Síðast en ekki síst þarf sérkunnáttu til að gera þá löglega leikmenn hérlendist þar sem það þarf að fylla út endlaust af pappírum og sumt af því sem þarf til að uppfylla kröfur er nánast ómögulegt að nálgast.  Síðan þarf fullt af peningum til að láta sjóið ganga.

Það sem varð til þess að ég setti þessar hugsanir á rafrænt form er að ég horfði á leik Keflavíkur og Snæfells þar sem Snæfell sópaði Keflavík léttilega út af sviðinu. Þetta stórveldi í körfuknattleik hefur verið óheppið með útlendinga í vetur þrátt fyrir að þeir hafi sennilega bestu aukaleikarana og sumir þeirra gætu leikið hlutverk næstum-aðalleikara. Það er bara svo langt síðan þeir gerðu það að þeir eru búnir að gleyma handritinu. Þeir hafa ekki unnið heimavinnuna sína. Þeir sem búa í næstu götu við útlönd og hafa gert næstum allt NBA-like. Að auki voru sárafáir áhorfendur sem er undarlegt þar sem Keflavík er nánst Mekka körfuboltans á Íslandi.

Nú eru nánast allir íslenskir leikmenn í hlutverkum aukaleikara og hafa það helsta hlutverk að safnast saman með hinum og öskra tilkomumikið "berrrrrrrjumst". Það væri verðugt verkefni að öll félögin tækju sig saman og tefldu fram íslenskum leikmönnum í aðalhlutverkum. Ef það gerist ekki þá eignumst við aldrei aftur neina leikmenn eins og Val Ingimundarson eða Teit Örlygsson.  

Hverfum aðeins til baka i tíma og reynum að gera þetta svolítið íslenskt. Íslenskur körfubolti þarf ekki að vera svona NBA-like. 

Kv JÞ


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband