9.12.2010 | 10:48
Undarleg vinnubrögð Sérstaks saksóknara.
Sumarið 2009 sá FME ástæðu til að leka lánabók Kaupþings til RÚV. Þegar reynt var að stöðva birtingu RÚV á lánabókinni fór hún rakleiðis til Wikileaks og framhaldið er öllum kunnugt. Þessi aðgerð FME hefur orðið leiðarvísir fyrir embætti Sérstaks saksóknara.
Sérstakur saksóknari og Eva Joly sömdu við norkst og franskt fyrirtæki um að útbúa skýrslur um Landsbanka og Glitni. Eva er norsk og starfar í Frakklandi og því auðvelt að sjá samhengið. Ef til vill er hún að útvega einhverjum vinum eða ættingjum verkefni. En hvað með það.
Þegar vinir Evu voru búnir að útbúa skýrslunar er þeim viðstöðulaust lekið til RÚV og annarra fjölmiðla til að koma þeim í umfjöllun. Fjölmiðlafólkið sest síðan niður og túlkar þær á sinn hátt sem er einhæf framsetning á glæpsamlegum gjörðum bankanna fyrir hrun. Það er enginn möguleiki fyrir fyrrverandi bankamenn að koma fram og útskýra að hugsanlega hafi meintir glæpir einhverjar skýringar aðrar en glæpsamleg áform.
Ef glæpirnir eru jafn augljósir og RÚV heldur fram, þá ættu nokkrir tugir bankaglæpamanna að vera nú þegar bak við lás og slá. En svo er ekki og fyrir því hljóta að vera einhverjar ástæður.
Ég skil ekki þessi vinnubrögð FME og Sérstaks saksóknara. Þjónar það einhverjum tilgangi að vera stöðugt að leka gögnum til fjölmiðla til að framleiða enn eina óánægjubylgjuna í þjóðfélaginu. Er ekki nóg komið af svona vinnubrögðum. Ég legg til að sérstakur saksóknari haldi bara áfram með sitt starf og sæki þá til saka sem hafa gert eitthvað saknæmt. En við hin þurfum að einbeita okkur að verkefnum samtímans og reyna að skapa okkur bjarta framtíð
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.