15.6.2010 | 10:31
Frábært fótboltasumar
Það er ánægjulegt hvað sjónvarpsstöðvarnar gera íþróttum góð skil. Báðar stöðvar eru með frábæra þætti um HM og ekki er þættirnir um íslensku knattspyrnuna síður frábærir.
Eftir að hafa horft á fyrstu leikina í HM rifjast upp fyrir okkur knattspyrnufíklum að það gerist ekkert markvert fyrr en riðlakeppninni er lokið. Í riðlakeppninni fá minni spámenn að spreyta sig, en það er með mikilli vissu hægt að reikna út hvaða þjóðir komast áfram upp úr riðlunum þó að rest og rusl eigi ágæt tilþrif á köflum.
Bestu tilþrifin til þessa á hinn magnaði Maradonna sem stendur sig frábærlega á hliðarlínunni og sýnir þar mögnuð tilþrif. Það er ótrúlegt hvernig þessi litli karl nær að heilla heimsbyggðina bara með því einu að birtast á skjánum. Hann er svona eins og risastór demantur fáránleikans.
Íslenska knattspyrnan er einnig frábær skemmtun og í gær sáum við frábæran leik FH og KR sem endaði eins og búast mátti við með frekar sanngjörnum sigri FH. Sjónvarpsstöðvarnar sína frá öllum leikjum efstu deildar og það er alveg ljóst að við eigum góða skemmtun í vændum fram á haust.
Það má ekki gleyma því að það er leikið í fleiri deildum en Pepsí-deildinni. Í 1. deild eru óvætnir hlutir að gerast. Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir eru að standa sig frábærlega og auðvitað vona ég að Breiðholtið eignist sinn fulltrúa í efstu deild á sama hátt og það væri frábært ef Fjölnir í Grafarvogi kæmist þangað aftur. Það er sorglegt hvað Akureyringum gengur illa að koma sínum liðum í efstu deild, en vonandi gerist það á næstu árum, en sennilega þurfa Þór og KA að sameinast áður en það gerist.
Draumurinn er auðvitað að stærstu hverfin í Reykjavík og stærstu sveitarfélögin eini fulltrúa i efstu deild. Þetta er að gerast smátt og smátt. En félög sem eiga sér ekkert bakland eins og Knattspyrnufélagið Valur meiga mín vegna falla niður í neðri deildir.
Svo er það auðvitað kvennaknattspyrnan ef það er hægt að kalla það knattspyrnu, en það eru fáir sem nenna að fylgjst með henni en að minu mati er hún hundleiðinleg, en auðvitað eiga stúlkur rétt á að stunda knattspyrnu sér til ánægju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2010 | 11:26
Sjúklingarnir á netinu
Nú er að verða ár frá því ég byrjaði að fylgjast nokkuð vel með nokkrum síðum á netinu. Fastur liður er að fara á Mbl.is og síðan á M5.is og síðan á Eyjan.is. Mér fannst einnig gaman af fara á Silfrið, líta síðan yfir athugasemdir sem hefur verið hnýtt við pisla og stöku sinnum að senda smá athugasemdir sem venjulega voru hógværar, en nú er Silfrið orðið leiðinlegt og ég er nánast hættur að fylgjast með því. Með því að skanna þessar þrjár síður fær maður ágætt yfirlit yfir ákveðinn hóp aðila sem skrifar á netið.
Ef litið er yfir sviðið finnst mér þetta vera frekar sorglegt. Í mínum huga er alveg ljóst að hluti af þeim sem stöðugt eru að tjá sig á netinu er verulega sjúkt fólk. Viðhorf til þess sem er að gerast er nánast eins og það sú fólk sem þjáist af ofsóknaræði á háu stigi eða það álíti sig vara komið í þá stöðu að þekka sannleikann sem enginn annar hefur náð að fanga og hvortveggja er sjúklegt ástand.
Það koma inn aðilar sem fara mikinn í ákveðinn tíma, en detta svo út tímabundið og ég er sannfærður um að þá eru þeir í afslöppun inni á geðdeild eða öðrum meðferðarstofnunum.
Fuglakvísið sem á uppruna sinn á síðu sem heitri AMX hefur farið hamförum eftir að skýrsla Rannsóknarnefndar var birt og Davíð Oddsson settur í frekar vonda stöðu. Það getur ekki annað verið en að aðstandendur þeirra pistla þurfi að fara að fá góða hvíld á stofnun eða þar til þeir hætta að heyra þetta stöðuga suð í eyrunum.
Eitt er alveg borðleggjandi og það er að nafnkunnir fyrrverandi ritstjórar eiga ekki að halda úti bloggsíðum. Skrif þeirra á bloggsíðum er svona eins og endanleg staðfesting á að uppsögn þeirra sem ritstjórar hafi verið rétt ákvörðun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 10:12
Lox sigraði KR
Ég er ekki vanur að fagna þegar KR sigrar í kappleikjum. En í gær var mér nokkuð létt þegar ég sá að KR hafði sigrað flott lið Fram 3-2 á Laugardalvellinum. Ég mat stöðuna fyrirfram svo að Fram væri með betra lið og það væru meiri líkur en minni að þeir ættu sigurinn vísan. Þá hefði hinn ágæti þjálfari Logi Ólafsson sennileg misst jobbið, sem mér hefði þótt frekar sorglegt. KR-ingar hafa alltaf búið við það að dómarar hafa verið þeim frekar hliðhollir, sérstaklega á KR-vellinum. Sumir dómarar fara á taugum þegar þeir mæta á KR-völlinn, en það hefur ekki gerst í sumar og mitt mat er að dómarar hafi haft af KR nokkur stig.
Þeir sem þekkja til íslenskrar knattspyrnu vita það að bak við KR er gríðarlegt afl. Þegar KR gegnur vel magnast það upp og styrkjir um leið allt umhverfið. Það mæta fleiri á völlinn og það verður einhvern veginn meiri umfjöllum um íslenska knattspyrnu. Þess vegna þarf árangur þeirra að vera viðundandi, en kanski ekkert umfram það.
Í upphafi móts var nánast gegnið út frá því að KR ætti Íslandsmeistaratiltilinn vísan. Eftir að hafa horft á nokkra leiki hjá þeim hafa það sennilega verið óraunhæfar væntingar, liðið er ekki nógu kröftugt og dómararnir hafa ekki staðið við bakið á þeim. En þetta stendur sennilega allt til bóta og KR endar sennilega í eftri hluta Pepsídeildarinnar.
kv
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 14:57
Er það frasi að hjól atvinnulífsins þurfi að snúast?
Fyrir tæpum fimma áratugum hófst svokölluð Menningarbylting í Kína. Hún var liður í valdabaráttu sem stöðugt átti sér stað í gömlu kommúnistaríkjunum og Kína var þar engin undantekning. Byltingin var einhvers konar skrílsháttur þar sem börnum og unglingum var stýrt af eiginkonu Maó gamla og hennar klíku til að berja á forfeðrum sínum og öllu sem þótti gamalt og þjóðlegt. Þessi bylting endaði með ösköpum, allt framleiðsluferli landsins var stórlaskað sem síðan leiddi af sér mikla hungursneyð í landinu.
Á Íslandi í dag er í gangi bylting auðnuleysingjanna. Auðnuleysingjarnir sem gjarna telja sig tilheyra Nýja Íslandi hafa tekið völdin og ráðast gegn öllum þeim gildum og verðmætum sem þjóðin í Gamla Íslandi hafði skapað og tileinkað sér á áratugum. Allt niðurbrot er réttlætt sem nauðsynleg endurbót vegna efnahagshrunsins sem kristallaðist í hruni bankanna í október árið 2008.
Stórbrotnasta birtingarmynd þessa er að Auðnuleysingjunum finnst það vera frasi að hjól atvinnulífsins þurfi að snúast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2010 | 09:27
Brjálaðir stríðsherrar
Þann 1.5.2007 skrifaði ég eftirfarandi pistil á bloggið mitt.
----------------------
Nú er búið að semja skýrslu þar sem framganga Ísrealshers í innrás í Líbanon í fyrra er harðlega gagnrýnd. Aðallega er forsætisráðherran Ehud Olmert gangrýndur fyrir að skipulag og markmið fyrir innrásinni hafi ekki verið til. Ég er ekki ennþá farinn að sjá hvort gagnrýnin snúist um það að Ísrealar hafi ekki náð að drepa nógu marga og ekki náð að valda nógu miklum skemmdum eða öfugt. Hvort sem nú er, þá man ég að það vantaði ekkert á að Ísrealasher hafi náð að sprengja í loft upp nánast það sem hann vildi og dreifa klasasprengum yfir íbúðabyggð sem er almennt fordæmt hjá siðuðum þjóðum. Þeir sáu sig knúna til að eyðileggja samgöngukerfi og aðra innviði samfélagsins sem þeir réðust á. Olíutanka sprengdu þeir í loft upp og olína rann út í sjó þar sem er vinsæl baðströnd og höfn fyrir smábáta. Ég get ekki betur séð en þeim hafi vel tekist til í eyðileggingu og ekki sæmandi að gagnrýna herinn fyrir að hafa verið máttlítill á því sviði. Það tókst að sprengja Líbanon nokkra áratugi aftur í tímann eins gáfulegt og það nú er. Litli Bush forseti vinarþjóðar okkar og þjóðar sem við mörg hver lítum upp til hefur með ráðum og dáð stutt allt það brjálæði sem Ísraelum hefur hugkvæmst. Er það ekki augljóst að háttarlega Ísraela er orsök þessa hræðilega ástands sem er viðvarandi við botn Miðjarðarhafsins? Er engin von til þess að vestrænar þjóðir geti beitt sér til að hemja hernaðarveldið Ísrael?Hvernig í ósköpunum stendur á því að Bush er ekki búinn að gera innrás á Kúpu? Hvað hefur haldið aftur af honum?
Fyrir ári síðan endurtóku Ísrelsmenn leikinn og sprengdu upp Gazaströndina og réttlæta það með því að það þurfi að uppræta Hamassamtökin. Aftur hefur verið samin skýrlsa um stríðsglæpi Ísrelsmanna og einnig andstæðinga þeirra. Þúsundir saklausra borgara láta lífið. Frá hinum siðmenntaða heimi heyrist hjáróma rödd Ísrelsmenn þig megið þetta ekki, skamm skamm. Svo gleymist þetta á örskömmum tíma.
Skömmina náðu Ísrelsmenn að fullkomna með því að drepa tug manna sem ætluð að færa fólki á Gazaströndinni nauðþurftir.
Hvað villimennska er þetta?
Hefur nýr forseti í USA, Obama ekkert við þetta að athuga?
Hefur heimurinn ekkert við þetta að athuga?
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2010 | 13:11
Have you left no sense of decency?"
Sagan endurtekur sig aftur og aftur og á Íslandi í dag er það orðið sérstök dyggð stjórnmálamanna og fréttamanna, sérstaklega þeirra sem skýla sér á bak við nafnleynd á bloggsíðum að vega að andstæðingum sínum á svipaðan hátt og McCarthy byggði sinn málfluting á. Ráðast á andstæðinga með rógi og illmælgi og gamla baráttuaðferðin let them deny er í heiðri höfð. Mér finnst eins og aumingjarnir hafi tekið völdin á Íslandi þannig að það hefur farið fram einhvers konar Aumingjabylting.
Sérstaklega hefur Fuglahvíslið á AMX beitt aðferðafræði McCardys og fleiri óþokka af af stakri snilld. Og það eru fleiri sem gefa þeim ekkert eftir þó að þeir komi fram undir nafni og telja fólki trú um að þeir séu fulltrúar réttlætis og heiðarleika. DV hefur einstakt lag á að búa til uppsláttarfréttir sem oftar en ekki eru byggðar á veikum grunni.
Foringar þessarar eyðingarafla eru áberandi í samfélaginu, þeir eru á Alþingi, þeir eru í fjölmiðlum, þeir eru í ríkisstjórn og þeir halda sig bloggheimum. Þeir næra örvæntingarfullt fólk, sjúklinga, aumingja og gjaldþrota fólk af alls lags fullyrðingum um óheiðarleika stjórnvalda og fyrirmenna í atvinnulífi.
Nú á miðju ári 2010 hafa eyðingaröflin með aumingja að hætti McCarthys í fararbroddi náð völdum í landinu knúin áfram af efni galinnar skýrslu sem Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði af sér í vor. Í skýrslunni vondu er allt dregið fram á sem neikvæðastan hátt og allir sem koma við sögu er gerðir að glæpamönnum. Síðan kemur sérstök siðferðiskýrsla sem úrskurðar, að allt sem okkur þótti aðdáunarvert og gott skuli vera glæpsamlegt og vont.
Það sem er sameiginlegt með kínverku Menningarbyltingunni og íslensku Aumingjabyltingunni er að það eru afskaplega fáir sem voga sér að standa upp og mótmæla því sem er að gerast. Varðliðar byltingarinnar, aumingjarnir og sjúklingarnir sá til þess að sérhver sá sem reynir að andæfa, fær yfir sig vaðal að fúkyrðum og óhróðri. Þannig má segja að skynsemi þjóðarinnar sé haldið í gíslingu aumingjanna.
Have you left no sense of decency?Bloggar | Breytt 10.6.2010 kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2009 | 14:06
Lottókarlinn Eiður Guðnason
Eiður Guðnason telur að fleiri eigi að fá hluta af lottóhagnaði en ÍSÍ, UMFÍ og fatlaðir. Eiður vill að einhver hluti af hagnaðinum eiga að fara í menningu og listir. Honum er frjálst að hafa þá skoðun að of stór hluti af lottóhagnaði renni til fatlaðra, ÍSÍ og UMFÍ.
Mér fannst það ómaklegt hjá Eiði að ráðast á íþróttahreyfinguna þegar hann var að rökstyðja skoðun sýna. Ég er ekki viss um að Eiður þekki vel til innan íþróttahreyfingarinnar. En hann veit amk að það er eitthvað af útlendingum sem taka þátt í kappleikjum á Íslandi og hann er sannfærður um að lottópeningarnir séu notaðir til að standa straum af kostnaði við þá.
ÍSÍ og UMFÍ eyddu ca 20 árum í að deila um skiptingu lottóhagnaðar innan sinna sambanda. Fyrir nokkrum árum virtust menn átta sig á að þetta eru ekki svo miklir fjármunir að tveir áratugir voru nægur tími til að deila um skiptingu lottóhagnaðar.
kv jth
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2009 | 16:01
Bubbi bullar bitur.
Bubbi var með flotta tónleika á Þorláksmessu. En þó var einn galli við tónleikana. Bubbi var með mikil ræðuhöld á milli laga. Hann skaut föstum skotum í allar áttir og greinilegt að hann telur sig vera handhafa sannleikans. Mér fannst stundum sem Bubbi væri að breytast í vitringinn Egil Helgason eða að hann væri að undirbúa óvænt atriði þar sem Egill kæmi svífandi niður á sviðið og hafnaði í fanginu á Bubba, en hvorugt gerðist. Sennilega tæknilega óframkvæmanlegt. Bubbi hafði þó vit á því í lokin að, svona allt að því, að biðjast afsökunar á bullinu í sér.
Bubbi virkar á mig sem mjög bitur maður sem harmar að innkoma hans í hóp auðmanna var stutt og endaði illa eftir þvi sem má skilja á orðum hans. En Bubbi er snillingur og eru allir vegir færir og verður sennilega fjótur að vinna sig út úr fjárhagslegum vandræðum.
Það gerist gjarnan ef maður hefur lennt á fylleríi og blaðrar einhverja vitleysu að maður vakni daginn eftir með léttan móral og skammist sín fyrir bullið. En Bubbi bullar allsgáður og fær engan móral.
kv jth
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2009 | 10:58
Notkun öryggisbelta í bifreiðum
Umræðan í þjóðfélaginu er fjölbreytileg.
Fyrir um það bil 25 árum síðan var hart tekist á um það hvort það væri eðlilegt að skylda ökumenn og farþega í bifreiðum til að nota bílbelti/öryggisbelti. Töluverður hópur fólks var á móti þessu og bar við ýmsum vankostum svo sem ef menn keyrðu fyrir björg eða út í á, þá gætu þau torveldað björgun.
Í dag nota langflestir bílbelti og enginn kvartar yfir þeim. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður sé í dag mótfallinn notkun þeirra eða efast um gildi þeirra.
Spennið beltin.
kv Jth
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009 | 14:25
Þorsteinn Pálsson á réttri leið.
Það er eins og það séu einhver trúarbrög að vilja ekki ganga í ESB og þaðan af síður að kanna kosti og galla við það. Sturla Böðvarsson virðist vera einn af mörgum í þessu trúfélagi. Það kemur svo sem ekkert á óvart að stór hluti sjálfstæðismann skuli vera á sömu skoðun og Sturla.
Eins og í hverju trúfélag er betra af trúa fyrst og þegar trúin er orðin staðföst geta menn farið að skilja hvað liggur að baki. Sannkristnir menn eiga betra með að skilja sannleik Biblíunnar en ókristnir eða illa kristnir. Enhver veginn er ég viss um að Gunnar í Krossinum skilur þetta vel. Sjálfstæðismenn hafa verið aldir upp eftir þessari Bibíuskoðun um að allt sé vont í ESB, en þeir skulu sko ekki reyna að komast að því hvað það er.
Á Alþingi Íslendinga er ungur og bráðefnilegur þingmaður. Virðist vera vel gefinn, mælskur og frambærilegur í alla staði. Hann segir það blákalt að það sé alveg sama hvað kemur út úr aðildarviðræðum að ESB, hann muni alltaf vera á móti aðild Íslands að ESB.
Ætli þessi drengur hafi alist upp hjá Gísla í Uppsölum? Hvaða afdalamennska er þetta?
Það að vilja ekki kanna kosti og galla við ESB er svipað og vilja ekki lifa í nútímanum.
Jón Þorbjörnsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)