Nettröllin

Það er hópur fólks sem skrifar mikið af athugasemdum við flestar fréttir á netinu, þ.e.a.s. ef það er gefinn kostur á að skrifa athugasemdir og er það kalla kommentakerfi. Virkust kommentakerfin sem ég fylgist með eru á Eyjunni, Vísi og DV. Margar athugasemdir eru málefnalegar, fyndnar en ansi margar eru skrifaðar af fólki sem líður eitthvað illa og kemur vanlíðan, illsku eða heimsku sinni þarna á framfæri.

Það er tjáningarfrelsi í landinu og kemur það fram í því að allir sem eru nettengdir geta skrifað hvað sem er á þessa miðla. Eins eru aðilar á Facebook sem skrifa nánast endalaus pistla sem bera svipuð einkenni og athugasemdir á kommentakerfunum. Þeir sem hafa hæst og láta verst hafa fengið í sameiningu ýmsar nafngiftir en það sem mér finnst mest við hæfi er Nettröll.

Það eru ýmiss mál sem vekja sérstakan áhuga hjá Nettröllunum. Þeim er flestum illa við forsetann, forsætisráðherrann og fjármálráðherrann og síðan eru það auðvitað hrunmálin sem og sérstaklega umfjöllun um Kaupþingsmenn sem vekja þau upp.

Hver eru þessi nettröll?

Þau sem verst láta skiptast í ca fjóra flokka.

Í fyrsta lagi eru aðilar sem ekki þora að koma fram undir eigin nafni, en skreyta sig á ýmsan hátt með nafnbótum og skólum sem hafa enga stoð í raunveruleikanum.

Í öðru lagi eru það gamlingjar og öryrkjar sem urðu að eigin áliti hetjur í Búsáhaldabyltingunn. Það er gjarna fólk sem er fætt rétt eftir árið 1940 og finnst að vera grátt leikið.

Í þriðja lagi eru það Íslendingar erlendis með mikla heimþrá en hafa einstakan vilja til að úthúða öllu sem íslenskt er.

Í fjórða lagi er það bara almennir fávitar.

Sameigilegt með þessu fólki er að það er einnig gjart á að hringa í símatíma útvarpsstöðvanna til að koma visku sinni á framfæri. Þessi Nettröll er öll hægt að umbera, gamlingjar, öryrkjar og almennir fávitar sem ekkert hafa annað að gera en ausa eymd sinni og illsku yfir alþjóð.

Öllu verri er þó hópurinn sem einbeitir sér að útlengingahatri og er sérstaklega uppsigað við múslima. Skrif þessa hóps eru alveg einstaklega leiðinleg en þó er furðu auðvelt að komast hjá því að fylgjast með þeim. En þó eru einstaka aðilar í þessum hópi málefnalegir og þarft að rödd þeirra heyrist.

En þá er ótalinn pólitíski armur Nettröllanna. Þau er dannaðri í sinni framkomu og hafa mörg hver sína heimsíðu þaðan sem þau varpa greinum sínum yfir á þúsundir vina sinna á Facebook og verða mjög sýnileg. Þetta er góða fólkið, gutmensch. Góða fólkið hefur fyrir löngu skilgreint hvernig þjóðfélagið á að vera, hverjir eru þeim þóknanlegir og hverjir ekki. Það er alveg sama hvað gerist maður veit alveg afstöðu þess sem er svo örugg að það er nánast eins og vel forrituð tölva.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband