Færsluflokkur: Dægurmál

Sigurjón tekinn í kennslustund.

Það var hálf dapurlegt að hlusta á það þegar Guðmundur Ólafsson þurfti að skýra út fyrir Sigurjóni M. Egilssyni, ágætum og margreyndum fjölmiðlamanni grundvallaratriði verðtryggingar eins og Guðmundur væri kennari en Sigurjón grunnskólanemi.  

Er það virkilega svo að almenningur þekkir ekki tilurð verðtryggingar og hver tilgangur hennar er? Er það virkilega svo að blaðmenn sem eiga að flytja okkur hlutlausar fréttir skilja ekki hugtökin verðbólga, vextir, raunvextir og verðtrygging. En það virðist vera að flestir þekka hugstakið gengistrygging.  

Þar sem ég er sannfærður um að Sigurjón er með bestu og klárustu blaðmönnum á Íslandi og hann þurfti að fá yfirhalningu frá Guðmundi Ólafssyni um grundvallaratriði verðtryggingar, þá spyr ég mig um þekkingu hjá þeim tilheyra “rest og rusli”.   

Það er ekki nema von að umræðan sé á villigötum. 


Bullið í fjölmiðlum

Bubbi skrifa ágæta grein á Pressuna í dag,  "Hálfsannleikur i orrustunni um Ísland" og þar segir hann m.a:

"Ef þú spyrð þá segja sumir fréttamenn að þeir séu sjálfstæðir og fái bara ekki aðrar upplýsingar en þessar sem lekið sé í þá. Einn fréttamaður svaraði mér þegar ég spurði hvort einhver möguleiki væri á því að hlutirnir væru ekki alveg svona svarthvítir. Að útrásarvíkingarnir gætu jafnvel verið að segja satt í einhverjum málum. Þá sagði hann einfaldlega: NEI... þeir ljúga allir. Þegar ég spurði hann hvernig veistu, þá svaraði hann: „Ég bara veit það, þeir eru ljúgandi alla daga.“

Hann er einn af þeim sem telur sig tilheyra frjálsri fjölmiðlun í landinu og er uppfullur að því að hann hafi samfélagslegt hlutverk, sem starfsmaður fjórða valdsins. Hann bara veit, og er kominn yfir það að þurfa að spyrja spurninga. "

Þarna er ég alveg hjartnalega sammála Bubba. Umfjöllun fjölmiðla er skelfileg, afstaða allra fjölmiðla til viðfangsefna er fyrirfram þekkt og ekkert getur breytt afstöðu þeirra. RÚV er verst af öllum þar sem það er hlutverk RÚV að segja sem hlutlausastar fréttir. Fréttamenn RÚV víla ekki fyrir sér að búa til fréttir og koma yfirleitt ekki með neinn rökstuðning. Það nægir að segja "Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem sýna að ......". Steingrímur og Jóhanna lepja svona vitleysuna upp eftir fjölmiðlum og gefa þar með bullinu meiri trúverðugleika. Það er alveg hægt að fyrirgefa DV, AMX, Fuglahvíslinu og Silfrinu hvað þar birtist, vitið er bara ekki meira.

Allir eiga að gera þá kröfu á fjölmiðla að þeir reyni að leitast við að segja sannleikann og af mörgu er það tvennt er sem hefur vakið athygli mína og væri gott ef fjölmiðlar leita svar við:

Það fyrra er að Slitastjórn Glitnis og Kroll skitu upp á baka með ásökunum um á Jón Ásgeri Jóhannesson ætti 200 milljónir punda sem hann hafði stungið undan. Síðan kemur í ljós að verslunarkeðjan Iceland átti þessa peninga. Án þess að ég sé að verja pörupiltinn JÁJ þá er það óviðunandi að Slitastjórn Glitnis og Kroll beri fram þessar ásakanir sem hefði verið svo auðvelt að sannreyna. Það sem er þó einkennilegast er að RÚV og Mogginn gátu ekki birt þetta fyrr en bloggheimar fóru að benda á einkennilegan málflutning þessara fjölmiðla. Hver er skýringin á þessu? Er það nægjanleg skýring að formaður Slitastjórnar Glitnis segir "Það sagði okkur enginn að þetta væri svona."

Það síðara er að rökstuðningur fyrir handtökum á Kaupþingsmönnum var að nýjar upplýsingar hefðu komið fram við húsleitir í Luxumborg sem rökstyddu að hlutabréfakaup Al Tani hefðu verið sýndarviðskipti og eitthvað sem er kallað markaðsmisnotkun. Staðreyndin er sú að Sérstakur saksóknari er ekki ennþá búinn að fá gögnin frá Lúx. Enginn fjölmiðill hefur spurt Óla Spes út í þetta misræmi. Af hverju spyrja fjölmiðlar ekki um þetta misræmi?

 Getur það verið að staðreyndir komi sannleikanum ekkert við?

kv Jón Þ


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband