Sigurjón tekinn í kennslustund.

Það var hálf dapurlegt að hlusta á það þegar Guðmundur Ólafsson þurfti að skýra út fyrir Sigurjóni M. Egilssyni, ágætum og margreyndum fjölmiðlamanni grundvallaratriði verðtryggingar eins og Guðmundur væri kennari en Sigurjón grunnskólanemi.  

Er það virkilega svo að almenningur þekkir ekki tilurð verðtryggingar og hver tilgangur hennar er? Er það virkilega svo að blaðmenn sem eiga að flytja okkur hlutlausar fréttir skilja ekki hugtökin verðbólga, vextir, raunvextir og verðtrygging. En það virðist vera að flestir þekka hugstakið gengistrygging.  

Þar sem ég er sannfærður um að Sigurjón er með bestu og klárustu blaðmönnum á Íslandi og hann þurfti að fá yfirhalningu frá Guðmundi Ólafssyni um grundvallaratriði verðtryggingar, þá spyr ég mig um þekkingu hjá þeim tilheyra “rest og rusli”.   

Það er ekki nema von að umræðan sé á villigötum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband