Íslenskir Talibanar

Ég hef oft hugsað til þess hvað það hlýtur að vera ömurlegt hlutskipti að vera tiltölulega frjálslyndur íbúi í löndum þar sem fer fram barátta frjálslyndra afla gegn öflum sem boða afturhvarf til stjórnarhátta sem byggja á aldagömlum trúarkenningum. Íran og Írak eru dæmigerð þjóðfélög þar sem þjóðin er frjáslynd að langstærstum hluta en er kúguð af myrkvaöflum sem stjórna þjóðinni í skjóli trúarkredda. Þeir sem kúga þessar þjóðir eru ekkert annað en glæpamenn sem komast upp með glæpinn í skjóli eldgamalla kenninga.

 

Íslendingar eru vel menntaðir og að langstærstum hluta gáfað fólk og vinsamlegt. Mikil minnihluti þjóðarinnar hefur tekið almenning í gíslingu og kúgar almenning á sama hátt og talibanar og klerkastjórnir í mið-austurlöndum. Þessi minnihluti skiptist í tvo hópa en eiga þó ansi margt sameiginlegt. Annar hópurinn er vinstriklíka sem telur að best sé að handstýra fólki og gera það háð opinberri framfærslu og brjóta niður allan vilja þjóðarinnar til sjálfbjargar með því að kaffæra þjóðina með ofursköttum, enda hefur þessi klíka allaf verið háð framfærslu frá hendi vinnandi fólks. Úthlutun á  afrakstri annarra er þeirra ær og kýr. Hin hópurinn er hægriklíka sem ver hagsmuni fárra útvaldra og notar fjármuni þeirra til að kúga almenning með ofbeldisfullum málflutningi þar sem krafist er einangrunar Íslendinga frá þeim þjóðum sem Íslendingar almennt telja til vinaþjóða.

 

Þetta eru íslenskir Talibanar. Hvernig  losnum við þessa óværu. Við venjulegir Íslendingar sem viljum lifa hér í sátt og samlyndi og hafa góð samskipti við nágranna okkar verðum að taka saman höndum og látum ekki þessa íslensku Talibana sundra okkur. Það getur ekki verið hlutskipti okkar að láta draga okkur áratugi aftur í tímann til að hugnast þessum öfgaöflum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband